Gæsalifur og Galette de roi 13. desember 2011 20:00 Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi, bjó í Frakklandi um margra ára skeið. Hún segir þar mikið lagt upp úr góðum mat, ekki síst kringum jól og áramót. „Um jólin eru réttirnir margvíslegir: ostrur, lax, humar, önd og kalkúnn, hverskyns kæfu að ógleymdum „coq au vin" eða unghana í vínsósu svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir mér er það samt „foie gras" sem stendur upp úr," segir Björg og lýsir því hvernig hún kolféll fyrir gæsalifur um árið. „Alvöru gæsalifur er alltaf góð, nánast sama hvernig hún er fram borin. En daginn sem Gaby Franchini, matreiðslumeistari í Metz bauð mér upp á gæsalifur á léttristaðri baguette-sneið með nýmöluðum pipar varð ég fyrir upplifun. Sterk piparkornin drógu fram mjúkt og fínlegt bragð gæsalifrarinnar og vel kælt kampavínið gerði upplifunina ómótstæðilega. Eftir það finnst mér gæsalifur órjúfanlegur hluti af jólum í Frakklandi." Björg segir ómótstæðilegt bragð þó ekki eina kostinn við þennan rétt, því hann er bæði einfalt og fljótlegt að útbúa. „Það eina sem þarf er góð gæsalifur sem er skorin niður í passlega stórar sneiðar. Það getur reyndar verið þrautin þyngri að finna góða gæsalifur hér á Fróni og vissara að gera ráð fyrir töluverðum útgjöldum. Sneiðunum er raðað á ekta ristaðar franskar baguette-sneiðar og kryddað með sterkum pipar. Et voilà!" Björg segir "alvöru” gæsalifur alltaf bragðgóða, hvernig svo sem hún er borin fram. Örlítið meiri vinnu þarf við að útbúa „galette de roi" eða köku kóngsins sem Frakkar borða kringum þrettándann og Björg segir algjört sælgæti. „Í þessa einföldu smjördeigsköku er laumað lítilli „baun", það getur verið lítil leirstytta eða annað sem þolir brennheitan ofn. Þeim sem fær „baunina" í sinni kökusneið er afhent kóróna og fær að vera kóngur einn dag. Þessi siður er rakinn til Rómverja þar sem einn þræll fékk á tilteknum degi allar óskir sínar uppfylltar," upplýsir hún og lætur uppskriftina fylgja með. -rve Kóngakaka gefur gæsalifrinni ekkert eftir en þó sé örlítið flóknara að útbúa hana. Galette de roi eða kóngakaka Tvær smjördeigsplötur sem ná yfir meðalstórt, hringlaga form 200 g af möluðum möndlum eða möndluflögum 100 g smjör 3 egg 125 g sykur Lögg af rommi Bræðið smjörið. Blandið vandlega saman bræddu smjörinu, sykri, tveimur eggjum og möndlum ásamt rommlögg. Leggið smjördeigsbotn í form, ágætt er að nota bökunarpappír. Dreifið blöndu yfir botninn og komið „bauninni" fyrir. Leggið síðari smjördeigsbotn yfir allt saman. Penslið með eggjarauðu. Tilvalið er að skera skrautlínur í deigið. Bakið í ofni við um það bil 200 gráður í 25-30 mínútur. Gæs Jól Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Um jólin eru réttirnir margvíslegir: ostrur, lax, humar, önd og kalkúnn, hverskyns kæfu að ógleymdum „coq au vin" eða unghana í vínsósu svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir mér er það samt „foie gras" sem stendur upp úr," segir Björg og lýsir því hvernig hún kolféll fyrir gæsalifur um árið. „Alvöru gæsalifur er alltaf góð, nánast sama hvernig hún er fram borin. En daginn sem Gaby Franchini, matreiðslumeistari í Metz bauð mér upp á gæsalifur á léttristaðri baguette-sneið með nýmöluðum pipar varð ég fyrir upplifun. Sterk piparkornin drógu fram mjúkt og fínlegt bragð gæsalifrarinnar og vel kælt kampavínið gerði upplifunina ómótstæðilega. Eftir það finnst mér gæsalifur órjúfanlegur hluti af jólum í Frakklandi." Björg segir ómótstæðilegt bragð þó ekki eina kostinn við þennan rétt, því hann er bæði einfalt og fljótlegt að útbúa. „Það eina sem þarf er góð gæsalifur sem er skorin niður í passlega stórar sneiðar. Það getur reyndar verið þrautin þyngri að finna góða gæsalifur hér á Fróni og vissara að gera ráð fyrir töluverðum útgjöldum. Sneiðunum er raðað á ekta ristaðar franskar baguette-sneiðar og kryddað með sterkum pipar. Et voilà!" Björg segir "alvöru” gæsalifur alltaf bragðgóða, hvernig svo sem hún er borin fram. Örlítið meiri vinnu þarf við að útbúa „galette de roi" eða köku kóngsins sem Frakkar borða kringum þrettándann og Björg segir algjört sælgæti. „Í þessa einföldu smjördeigsköku er laumað lítilli „baun", það getur verið lítil leirstytta eða annað sem þolir brennheitan ofn. Þeim sem fær „baunina" í sinni kökusneið er afhent kóróna og fær að vera kóngur einn dag. Þessi siður er rakinn til Rómverja þar sem einn þræll fékk á tilteknum degi allar óskir sínar uppfylltar," upplýsir hún og lætur uppskriftina fylgja með. -rve Kóngakaka gefur gæsalifrinni ekkert eftir en þó sé örlítið flóknara að útbúa hana. Galette de roi eða kóngakaka Tvær smjördeigsplötur sem ná yfir meðalstórt, hringlaga form 200 g af möluðum möndlum eða möndluflögum 100 g smjör 3 egg 125 g sykur Lögg af rommi Bræðið smjörið. Blandið vandlega saman bræddu smjörinu, sykri, tveimur eggjum og möndlum ásamt rommlögg. Leggið smjördeigsbotn í form, ágætt er að nota bökunarpappír. Dreifið blöndu yfir botninn og komið „bauninni" fyrir. Leggið síðari smjördeigsbotn yfir allt saman. Penslið með eggjarauðu. Tilvalið er að skera skrautlínur í deigið. Bakið í ofni við um það bil 200 gráður í 25-30 mínútur.
Gæs Jól Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira