Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring 1. desember 2011 05:00 elkem Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, hefur sagt að samkeppnishæfni Íslands í járnblendi hverfi með verði kolefnisgjald lagt á fyrirtækin. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. [email protected] Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. [email protected]
Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira