Íslenskt, nei takk Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun