Glæpasagnadrottningin veltir kónginum úr sessi 14. desember 2011 12:00 Yrsa Sigurðardóttir átti mest seldu bók landsins í síðustu viku, Brakið. Þetta er í annað sinn sem hún veltir Arnaldi Indriðasyni úr efsta sætinu. Óhætt er að tala um tveggja turna tal í sölu á glæpasögum fyrir jólin. „Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." [email protected] Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
„Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira