Væntur lífeyrir og lánakjör 19. desember 2011 08:00 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hún spyr hversu raunsætt það sé að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%, sem er viðmið lágmarks árlegrar raunávöxtunar lífeyrissjóða. Þetta viðmið var hugsanlega ekki fráleitt þegar lögin voru sett árið 1997 því að árlegur hagvöxtur hafði þá að meðaltali aukist síðustu 30 ár (1966 til 1995) um 3,5% og raunar 4% síðustu 50 ár. Hagvöxtur hefur hins vegar ekki verið nálægt þessum forsendum lengi. Þetta meðaltal síðustu þrjá áratugi hefur verið um 2,5% og miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar er það meðaltal stöðugt að lækka. Þessi þróun endurspeglast að stórum hluta í ávöxtunarkröfum ríkisskuldabréfa. Þegar lögin voru samþykkt 1997 var ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsbréfa (sem nú eru íbúðabréf) í kringum 5-6% en hafði verið töluvert hærri árin áður. Meðalvextir íbúðabréfa eru í dag samkvæmt Lánamálum ríkisins aðeins um 2,5%. Svipuð þróun hefur átt sér stað á verðtryggðum ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum, þar sem ávöxtunarkrafan hefur síðustu ár farið úr 4% niður í jafnvel neikvæða raunávöxtun samhliða minni hagvexti. Möguleikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmarkaðir. Hér skipta meðaltalstölur ávöxtunar litlu máli – það sem mestu máli skiptir er vænt ávöxtun í upphafi fjárfestingar. Þetta viðmið heldur líka vöxtum húsnæðislána óeðlilega háum. Lækkun stýrivaxta hefur hingað til vart haft áhrif á raunvexti húsnæðislána í landinu. Þar sem lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt skylt að ávaxta sitt fé með 3,5% ávöxtunarviðmiði hafa þeir ekki rými til að aðlaga kjör lána til sjóðsfélaga sinna í takti við ávöxtunarkröfu íbúðabréfa, sem hefur sögulega borið í kringum 0,5% álag. Ef slík lán væru í takti við lækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa væru raunvextir húsnæðislána um 1% lægri. Afnám slíks vaxtagólfs myndi því lækka árlega vaxtabyrði fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán um 300.000 krónur, skattfrjálst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hún spyr hversu raunsætt það sé að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%, sem er viðmið lágmarks árlegrar raunávöxtunar lífeyrissjóða. Þetta viðmið var hugsanlega ekki fráleitt þegar lögin voru sett árið 1997 því að árlegur hagvöxtur hafði þá að meðaltali aukist síðustu 30 ár (1966 til 1995) um 3,5% og raunar 4% síðustu 50 ár. Hagvöxtur hefur hins vegar ekki verið nálægt þessum forsendum lengi. Þetta meðaltal síðustu þrjá áratugi hefur verið um 2,5% og miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar er það meðaltal stöðugt að lækka. Þessi þróun endurspeglast að stórum hluta í ávöxtunarkröfum ríkisskuldabréfa. Þegar lögin voru samþykkt 1997 var ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsbréfa (sem nú eru íbúðabréf) í kringum 5-6% en hafði verið töluvert hærri árin áður. Meðalvextir íbúðabréfa eru í dag samkvæmt Lánamálum ríkisins aðeins um 2,5%. Svipuð þróun hefur átt sér stað á verðtryggðum ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum, þar sem ávöxtunarkrafan hefur síðustu ár farið úr 4% niður í jafnvel neikvæða raunávöxtun samhliða minni hagvexti. Möguleikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmarkaðir. Hér skipta meðaltalstölur ávöxtunar litlu máli – það sem mestu máli skiptir er vænt ávöxtun í upphafi fjárfestingar. Þetta viðmið heldur líka vöxtum húsnæðislána óeðlilega háum. Lækkun stýrivaxta hefur hingað til vart haft áhrif á raunvexti húsnæðislána í landinu. Þar sem lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt skylt að ávaxta sitt fé með 3,5% ávöxtunarviðmiði hafa þeir ekki rými til að aðlaga kjör lána til sjóðsfélaga sinna í takti við ávöxtunarkröfu íbúðabréfa, sem hefur sögulega borið í kringum 0,5% álag. Ef slík lán væru í takti við lækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa væru raunvextir húsnæðislána um 1% lægri. Afnám slíks vaxtagólfs myndi því lækka árlega vaxtabyrði fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán um 300.000 krónur, skattfrjálst.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar