Skollaleikur sannleikans Elísabet Brekkan skrifar 17. janúar 2011 15:30 Unnur Ösp Stefánsdóttir fer með hlutverk Donnu. Leikhús Elsku barn Höfundur: David Kelly. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Leikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Hallgrímur Ólafsson.Ung stúlka verður fyrir því að tvö börn hennar deyja skyndilega. Föðurinn grunar að móðirin hafi sjálf banað börnunum. Vöggudauði hefur lengi verið mikil ráðgáta og þegar slíkt kemur fyrir er ekki alltaf komið fram við mæðurnar af varfærni, eins og fram hefur komið í mörgum dæmum frá Bretlandi.Í Borgarleikhúsinu er harmleikur af þessu tagi settur á svið og bornar fram ágengar og nauðsynlegar spurningar.Þetta er leikhús þótt aðferðafræði heimildarmyndar eða rannsóknarskýrslu liggi til grundvallar. Sex leikarar birtast okkur í upphafi, standandi fyrir framan flennistóran spegil. Áhorfendur fá mikilvægt hlutverk í yfirheyrslunum í framgangi mála. Allt sem gerist á sviðinu gerist svo að segja í beinni útsendingu, hvort heldur er í sjónvarpi eða réttarsal.Donna er viðkvæm ung stúlka hvers móðir á sér þann draum að komast á þing og beitir öllum þeim brögðum sem til eru í bókinni til þess að uppfylla óskir sínar. Mælskur fræðimaður á sviði sálfræðinnar finnur upp á nýju heilkenni sem tekið er tillit til við dóm og meðferð á ungum mæðrum sem misst hafa börnin sín. Hvort sem þær eru sekar eða saklausar lenda þær í skilgreiningu sem búin er til við skrifborð framagosa í fræðum sem erfitt er að sanna eða rengja.Unnur Ösp Stefánsdóttir fer með hlutverk Donnu, hinnar viðkvæmu og tættu móður. Hún birtist síðan berskjölduð og ein þar sem lögfræðingar og sálfræðingar toga úr henni upplýsingar, sem hún reynir að svara eins og hún heldur að spyrjendurnir vilja að hún svari. Það er einmitt svolítið kjarninn í þessu verki. Hvernig vill yfirvaldið að svarað sé?Unnur Ösp léði þessari viðkvæmu en greindu stúlku líf á varfærnislegan hátt, trúverðug í lágstemmdri nálgun. Hún var eign allra þótt öllum væri hjartanlega sama um hana. Allir græddu eitthvað á harmleik hennar nema hún sjálf. Unnur Ösp gerði þetta mjög vel og var aldrei farið yfir strikið í neinni móðursýki.Halldóra Geirharðsdóttir bregst ekki frekar en fyrri daginn. Þessar millistéttarkonur með egóið límt við dragtajakkana eru að verða hennar sérgrein.Benedikt Erlingsson hefur mikilvægu hlutverki að gegna í hlutverki dr. Millards. Sannfæringarkraftur fræðimannsins sem belgist svo öruggur í kenningum sínum er mikill. Hér er Benedikt á heimavelli í leik að orðum sem bruna eins og járnbrautarlestir inn í sömu jarðgöng án þess að rekast nokkurn tíma saman.Nína Dögg Filippusdóttir fer með tvö hlutverk, annars vegar blaðakonunnar sem lifir á því að koma frásögnum af Donnu á framfæri og hins vegar eiginkonunnar sem er fallegur skuggi og fær vafalítið að fara í mörg kokkteilpartí með fræðimanninum sínum. Nína bregður hér upp tveimur góðum andstæðum. Hallgrímur Ólafsson leikur hinn brjóstumkennanlega eiginmann og kemur því mjög vel á framfæri hvað það er búið að rugla hann mikið í þessum yfirheyrslum um leið og hann á við alla þessa sorg að stríða. Aðstoðarmaður Lynn Barrie (móður Donnu) í öllu kosningabröltinu er alger viðhlæjandi og fór Valur Freyr Einarsson með það hlutverk. Nær hann undraverðum tökum á leiðindaskarfi sem því miður er sýnilegur nær daglega meðal frægra og í valdabröltinu.Leik- og hljóðmynd og hvernig leikararnir sjálfir stjórna henni er stór þáttur í sýningunni. Yfirheyrslur fara fram gegnum hátalarakerfi og myndskeið sjást fyrir ofan spegilrammann sem allan tímann er fyrir augum áhorfenda. Það var örlítið erfitt að sjá á stundum þar sem skær ljós voru notuð innanfrá og byrgðu því stundum sýn.Í þessu áleitna verki kemur leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson því til skila hversu skýra sýn hann hefur á viðfangsefnið. Það léku allir fantavel og greinilegt að leikstjórnarhluti verksins var skýr. Hún var þó fulllöng fyrir hlé.Elsku barn er áleitin sýning og myndi alls ekki spilla fyrir að bjóða upp á umræður á eftir, fyrir til dæmis menntaskólahópa eða aðra sem áhuga hafa á að ræða sannleika sannleikans og greiningarbrjálæði nútímans.Niðurstaða: Frábær sýning! Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Elsku barn Höfundur: David Kelly. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Leikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Hallgrímur Ólafsson.Ung stúlka verður fyrir því að tvö börn hennar deyja skyndilega. Föðurinn grunar að móðirin hafi sjálf banað börnunum. Vöggudauði hefur lengi verið mikil ráðgáta og þegar slíkt kemur fyrir er ekki alltaf komið fram við mæðurnar af varfærni, eins og fram hefur komið í mörgum dæmum frá Bretlandi.Í Borgarleikhúsinu er harmleikur af þessu tagi settur á svið og bornar fram ágengar og nauðsynlegar spurningar.Þetta er leikhús þótt aðferðafræði heimildarmyndar eða rannsóknarskýrslu liggi til grundvallar. Sex leikarar birtast okkur í upphafi, standandi fyrir framan flennistóran spegil. Áhorfendur fá mikilvægt hlutverk í yfirheyrslunum í framgangi mála. Allt sem gerist á sviðinu gerist svo að segja í beinni útsendingu, hvort heldur er í sjónvarpi eða réttarsal.Donna er viðkvæm ung stúlka hvers móðir á sér þann draum að komast á þing og beitir öllum þeim brögðum sem til eru í bókinni til þess að uppfylla óskir sínar. Mælskur fræðimaður á sviði sálfræðinnar finnur upp á nýju heilkenni sem tekið er tillit til við dóm og meðferð á ungum mæðrum sem misst hafa börnin sín. Hvort sem þær eru sekar eða saklausar lenda þær í skilgreiningu sem búin er til við skrifborð framagosa í fræðum sem erfitt er að sanna eða rengja.Unnur Ösp Stefánsdóttir fer með hlutverk Donnu, hinnar viðkvæmu og tættu móður. Hún birtist síðan berskjölduð og ein þar sem lögfræðingar og sálfræðingar toga úr henni upplýsingar, sem hún reynir að svara eins og hún heldur að spyrjendurnir vilja að hún svari. Það er einmitt svolítið kjarninn í þessu verki. Hvernig vill yfirvaldið að svarað sé?Unnur Ösp léði þessari viðkvæmu en greindu stúlku líf á varfærnislegan hátt, trúverðug í lágstemmdri nálgun. Hún var eign allra þótt öllum væri hjartanlega sama um hana. Allir græddu eitthvað á harmleik hennar nema hún sjálf. Unnur Ösp gerði þetta mjög vel og var aldrei farið yfir strikið í neinni móðursýki.Halldóra Geirharðsdóttir bregst ekki frekar en fyrri daginn. Þessar millistéttarkonur með egóið límt við dragtajakkana eru að verða hennar sérgrein.Benedikt Erlingsson hefur mikilvægu hlutverki að gegna í hlutverki dr. Millards. Sannfæringarkraftur fræðimannsins sem belgist svo öruggur í kenningum sínum er mikill. Hér er Benedikt á heimavelli í leik að orðum sem bruna eins og járnbrautarlestir inn í sömu jarðgöng án þess að rekast nokkurn tíma saman.Nína Dögg Filippusdóttir fer með tvö hlutverk, annars vegar blaðakonunnar sem lifir á því að koma frásögnum af Donnu á framfæri og hins vegar eiginkonunnar sem er fallegur skuggi og fær vafalítið að fara í mörg kokkteilpartí með fræðimanninum sínum. Nína bregður hér upp tveimur góðum andstæðum. Hallgrímur Ólafsson leikur hinn brjóstumkennanlega eiginmann og kemur því mjög vel á framfæri hvað það er búið að rugla hann mikið í þessum yfirheyrslum um leið og hann á við alla þessa sorg að stríða. Aðstoðarmaður Lynn Barrie (móður Donnu) í öllu kosningabröltinu er alger viðhlæjandi og fór Valur Freyr Einarsson með það hlutverk. Nær hann undraverðum tökum á leiðindaskarfi sem því miður er sýnilegur nær daglega meðal frægra og í valdabröltinu.Leik- og hljóðmynd og hvernig leikararnir sjálfir stjórna henni er stór þáttur í sýningunni. Yfirheyrslur fara fram gegnum hátalarakerfi og myndskeið sjást fyrir ofan spegilrammann sem allan tímann er fyrir augum áhorfenda. Það var örlítið erfitt að sjá á stundum þar sem skær ljós voru notuð innanfrá og byrgðu því stundum sýn.Í þessu áleitna verki kemur leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson því til skila hversu skýra sýn hann hefur á viðfangsefnið. Það léku allir fantavel og greinilegt að leikstjórnarhluti verksins var skýr. Hún var þó fulllöng fyrir hlé.Elsku barn er áleitin sýning og myndi alls ekki spilla fyrir að bjóða upp á umræður á eftir, fyrir til dæmis menntaskólahópa eða aðra sem áhuga hafa á að ræða sannleika sannleikans og greiningarbrjálæði nútímans.Niðurstaða: Frábær sýning!
Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira