Sátt um sanngjarna leið Einar K. Guðfinnsson skrifar 15. janúar 2011 06:00 Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 13. janúar til þess að svara grein sem ég ritaði í Morgunblaðið 8. janúar sl. Erindi höfundar er greinilega það fyrst og fremst að tala niður þá sögulegu niðurstöðu sem varð í nefnd starfshóps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum. Ekki hefur hann þó þar erindi sem erfiði. Staðreyndirnar tala nefnilega sínu máli. Um niðurstöðuna skapaðist mikil og breið sátt í hópi fulltrúa hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka sem hafa haft mismunandi sýn á fiskveiðistjórnarmálin. Breytir þá engu hversu margar breiðsíður menn skrifa í blöðin um þessi mál. Staðreyndir málsins standa jafn óhaggaðar. Starfshópurinn vann undir forystu Guðbjarts Hannessonar núverandi velferðarráðherra. Varaformaður hópsins var Björn Valur Gíslason alþingismaður. Þeir ásamt öðrum fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna stóðu að afdráttarlausri niðurstöðu starfshópsins. Undir álitið skrifaði ég sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, auk fulltrúa Framsóknarflokksins og breiðs hóps hagsmunaaðila í sjávarútveg.Söguleg tíðindi Þetta eru söguleg tíðindi. Undrun sætir að menn reyni að gera lítið úr þessari niðurstöðu, eða að hún skipti litlu máli við undirbúning lagafrumvarpa um þessi mál, eins og Jóhann Ársælsson er greinilega að gera. Nefndin var skipuð á grundvelli stefnuyfirlýsingar núverandi ríkisstjórnar. Hlutverk okkar var „ að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun í heild“, eins og segir í skipunarbréfi, sem Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra undirritaði. Það er því ljót tilraun til útúrsnúnings á yfirlýstum vilja ráðherrans að tala niður þýðingu þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu sem fékkst á vettvangi fólks með svo ólík sjónarmið í jafn vandasömu og langvarandi deilumáli. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að niðurstöðunni yrði fagnað og svo hefur orðið víða. En þeim mun meiri undrun sætir að gagnrýnin hefur einkanlega komið frá einstökum aðilum nátengdum öðrum stjórnarflokknum, Samfylkingunni. Í grein sinni freistar Jóhann Ársælsson að draga upp þá mynd að niðurstaða okkar feli í sér litlar breytingar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar. En er það svo? Aldeilis ekki. Þessi niðurstaða er ekki einasta söguleg vegna þeirrar víðtæku sem um hana myndaðist í endurskoðunarnefndinni, heldur ekki síður vegna þess að hún felur í sér nýja nálgun og á ýmsan hátt grundvallarbreytingar.Verulegar breytingar Í fyrsta lagi gerðum við tillögu um að setja í stjórnarskrá ótvírætt ákvæði um eignarhald ríkisins/þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Í annan stað er lagt til að horfið verði frá því að úthluta veiðirétti til ótiltekins tíma. Þess í stað er gert ráð fyrir að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda til tiltekins tíma. Með öðrum orðum að kveðið sé skýrt á um að um sé að ræða nýtingarrétt á auðlind sem sé í eigu þjóðarinnar/ ríkisins. Í þriðja lagi að fyrir þennan nýtingarrétt beri að greiða eigandanum afgjald, þannig að tryggt sé að afraksturinn skili sér með beinum hætti til ríkisins. Í fjórða lagi að tilteknum hluta aflaheimilda sé ráðstafað á félagslegum, byggðalegum og atvinnulegum grunni. Í fimmta lagi að gætt sé jafnræðis við úthlutun nýrra aflaheimilda, eða heimilda sem komi til endurúthlutunar.Fyrirmyndin sótt í orkustefnuna Af þessu má glögglega sjá að tillögur okkar fela í sér róttækar breytingar.Í raun má segja að þetta sé rökrétt niðurstaða. Fyrirmyndin sem við studdumst við, hefur komið fram í þeirri stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur unnið að varðandi aðrar auðlindir, þ.e orkuauðlindirnar. Í þeim málum hafa engir talað jafn ákveðið og forystumenn Samfylkingarinnar, stjórnmálaflokks Jóhanns Ársælssonar. Það sætir því talsverðri furðu að hann skuli ekki koma auga á samhengið, þegar hann ræðir um fyrirkomulag nýtingar á fiskveiðiauðlindinni. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir talar eins og hún gerði í áramótaávarpi sínu, verða þau orð ekki skilin á annan veg en þann að hún telji eðlilegt að þessum málum sé skipað eins, í tilviki nýtingar orku- og fiskveiðiauðlinda. Það varð líka niðurstaða okkar í starfshópnum.Málamiðlun Tillögur okkar voru að sönnu málamiðlun. Þær voru niðurstaða af mikilli faglegri vinnu, sem nefndarmenn lögðu svo mat sitt á. Auðvelt hefði verið fyrir þá sem hlut áttu að halda sig fast við sínar ítrustu skoðanir. Það var ekki gert. Menn lögðu sig fram um að nálgast gagnstæð sjónarmið af virðingu til þess að komast að bærilegri sátt. Það var þess vegna sem við sögðum fyrirvaralaust í áliti okkar. „Meirihluti starfshópsins telur að þlr tillögur sem hópurinn gerir nú til breytignar og endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða sé grunnur að lausn þeirra stóru ágreiningsefna sem verið hafa uppi hér á landi um langt skeið.“ Þetta er kjarni málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 13. janúar til þess að svara grein sem ég ritaði í Morgunblaðið 8. janúar sl. Erindi höfundar er greinilega það fyrst og fremst að tala niður þá sögulegu niðurstöðu sem varð í nefnd starfshóps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum. Ekki hefur hann þó þar erindi sem erfiði. Staðreyndirnar tala nefnilega sínu máli. Um niðurstöðuna skapaðist mikil og breið sátt í hópi fulltrúa hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka sem hafa haft mismunandi sýn á fiskveiðistjórnarmálin. Breytir þá engu hversu margar breiðsíður menn skrifa í blöðin um þessi mál. Staðreyndir málsins standa jafn óhaggaðar. Starfshópurinn vann undir forystu Guðbjarts Hannessonar núverandi velferðarráðherra. Varaformaður hópsins var Björn Valur Gíslason alþingismaður. Þeir ásamt öðrum fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna stóðu að afdráttarlausri niðurstöðu starfshópsins. Undir álitið skrifaði ég sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, auk fulltrúa Framsóknarflokksins og breiðs hóps hagsmunaaðila í sjávarútveg.Söguleg tíðindi Þetta eru söguleg tíðindi. Undrun sætir að menn reyni að gera lítið úr þessari niðurstöðu, eða að hún skipti litlu máli við undirbúning lagafrumvarpa um þessi mál, eins og Jóhann Ársælsson er greinilega að gera. Nefndin var skipuð á grundvelli stefnuyfirlýsingar núverandi ríkisstjórnar. Hlutverk okkar var „ að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun í heild“, eins og segir í skipunarbréfi, sem Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra undirritaði. Það er því ljót tilraun til útúrsnúnings á yfirlýstum vilja ráðherrans að tala niður þýðingu þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu sem fékkst á vettvangi fólks með svo ólík sjónarmið í jafn vandasömu og langvarandi deilumáli. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að niðurstöðunni yrði fagnað og svo hefur orðið víða. En þeim mun meiri undrun sætir að gagnrýnin hefur einkanlega komið frá einstökum aðilum nátengdum öðrum stjórnarflokknum, Samfylkingunni. Í grein sinni freistar Jóhann Ársælsson að draga upp þá mynd að niðurstaða okkar feli í sér litlar breytingar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar. En er það svo? Aldeilis ekki. Þessi niðurstaða er ekki einasta söguleg vegna þeirrar víðtæku sem um hana myndaðist í endurskoðunarnefndinni, heldur ekki síður vegna þess að hún felur í sér nýja nálgun og á ýmsan hátt grundvallarbreytingar.Verulegar breytingar Í fyrsta lagi gerðum við tillögu um að setja í stjórnarskrá ótvírætt ákvæði um eignarhald ríkisins/þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Í annan stað er lagt til að horfið verði frá því að úthluta veiðirétti til ótiltekins tíma. Þess í stað er gert ráð fyrir að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda til tiltekins tíma. Með öðrum orðum að kveðið sé skýrt á um að um sé að ræða nýtingarrétt á auðlind sem sé í eigu þjóðarinnar/ ríkisins. Í þriðja lagi að fyrir þennan nýtingarrétt beri að greiða eigandanum afgjald, þannig að tryggt sé að afraksturinn skili sér með beinum hætti til ríkisins. Í fjórða lagi að tilteknum hluta aflaheimilda sé ráðstafað á félagslegum, byggðalegum og atvinnulegum grunni. Í fimmta lagi að gætt sé jafnræðis við úthlutun nýrra aflaheimilda, eða heimilda sem komi til endurúthlutunar.Fyrirmyndin sótt í orkustefnuna Af þessu má glögglega sjá að tillögur okkar fela í sér róttækar breytingar.Í raun má segja að þetta sé rökrétt niðurstaða. Fyrirmyndin sem við studdumst við, hefur komið fram í þeirri stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur unnið að varðandi aðrar auðlindir, þ.e orkuauðlindirnar. Í þeim málum hafa engir talað jafn ákveðið og forystumenn Samfylkingarinnar, stjórnmálaflokks Jóhanns Ársælssonar. Það sætir því talsverðri furðu að hann skuli ekki koma auga á samhengið, þegar hann ræðir um fyrirkomulag nýtingar á fiskveiðiauðlindinni. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir talar eins og hún gerði í áramótaávarpi sínu, verða þau orð ekki skilin á annan veg en þann að hún telji eðlilegt að þessum málum sé skipað eins, í tilviki nýtingar orku- og fiskveiðiauðlinda. Það varð líka niðurstaða okkar í starfshópnum.Málamiðlun Tillögur okkar voru að sönnu málamiðlun. Þær voru niðurstaða af mikilli faglegri vinnu, sem nefndarmenn lögðu svo mat sitt á. Auðvelt hefði verið fyrir þá sem hlut áttu að halda sig fast við sínar ítrustu skoðanir. Það var ekki gert. Menn lögðu sig fram um að nálgast gagnstæð sjónarmið af virðingu til þess að komast að bærilegri sátt. Það var þess vegna sem við sögðum fyrirvaralaust í áliti okkar. „Meirihluti starfshópsins telur að þlr tillögur sem hópurinn gerir nú til breytignar og endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða sé grunnur að lausn þeirra stóru ágreiningsefna sem verið hafa uppi hér á landi um langt skeið.“ Þetta er kjarni málsins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun