Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2011 20:30 Sigurbjörg Jóhannsdóttir brýst í gegnum vörn þýska liðsins í kvöld. Mynd/Daníel HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira