Fjölnir rifjar upp eftirminnileg jól 1. nóvember 2011 00:01 Fjölnir Þorgeirsson. „Ég set upp jólaseríur og fer að kaupa jólagjafir og mandarínukassa," svarar Fjölnir Þorgeirsson ritstjóri vefsins hestafrettir.is aðspurður út í undirbúninginn hjá honum fyrir jólin. „Tilhugsunin að það séu að koma jól, jólalögin og stemmningin við það," útskýrir Fjölnir þegar talið berst að því hvernig hann kemst í hátíðarskap. Fjölnir rifjar upp eftirminnileg jól sem hann upplifði 10 ára gamall. Eftirminnileg jól sem þú gleymir seint? „Þegar ég var 10 ára og systir mín var 12 þá vorum við búin að taka alla pakkana upp og vorum svo sátt en þá föttuðum við að við höfðum ekki tekið pakkann upp frá mömmu og pabba," svarar Fjölnir. „Þá voru það skíði sem geymd voru annarsstaðar en undir jólatrénu þar sem það hefði fattast strax hvað var í pakkanum. Og við fórum á skíði í lítilli brekku sem var í garðinum heim. Ég man ekki hvað klukkan var en það var eftir miðnætti. Geggjað stuð að fá geymdan en ekki gleymdan pakka," segir Fjölnir.Hvernig verður aðfangadagskvöldið hjá þér í ár? „Ég verð líklega eins og vanalega hjá mömmu og pabba en kannski heima hjá okkur," segir Fjölnir að [email protected] Jólafréttir Mest lesið Engin matareitrun um jólin Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Alveg skreytingaóð fyrir jólin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Jólaís Auðar Jólin Íslensku jólasveinarnir í útrás Jól Óhefðbundið skraut Jól Jólakaffi með kanil og rjóma Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 20. desember Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól
„Ég set upp jólaseríur og fer að kaupa jólagjafir og mandarínukassa," svarar Fjölnir Þorgeirsson ritstjóri vefsins hestafrettir.is aðspurður út í undirbúninginn hjá honum fyrir jólin. „Tilhugsunin að það séu að koma jól, jólalögin og stemmningin við það," útskýrir Fjölnir þegar talið berst að því hvernig hann kemst í hátíðarskap. Fjölnir rifjar upp eftirminnileg jól sem hann upplifði 10 ára gamall. Eftirminnileg jól sem þú gleymir seint? „Þegar ég var 10 ára og systir mín var 12 þá vorum við búin að taka alla pakkana upp og vorum svo sátt en þá föttuðum við að við höfðum ekki tekið pakkann upp frá mömmu og pabba," svarar Fjölnir. „Þá voru það skíði sem geymd voru annarsstaðar en undir jólatrénu þar sem það hefði fattast strax hvað var í pakkanum. Og við fórum á skíði í lítilli brekku sem var í garðinum heim. Ég man ekki hvað klukkan var en það var eftir miðnætti. Geggjað stuð að fá geymdan en ekki gleymdan pakka," segir Fjölnir.Hvernig verður aðfangadagskvöldið hjá þér í ár? „Ég verð líklega eins og vanalega hjá mömmu og pabba en kannski heima hjá okkur," segir Fjölnir að [email protected]
Jólafréttir Mest lesið Engin matareitrun um jólin Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Alveg skreytingaóð fyrir jólin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Jólaís Auðar Jólin Íslensku jólasveinarnir í útrás Jól Óhefðbundið skraut Jól Jólakaffi með kanil og rjóma Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 20. desember Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól