Jólaskraut við hendina 1. nóvember 2011 00:01 Auk jólaskrautsins hanna þær Helga og Árný aðra heimilisvöru og skartgripi úr plexígleri. Helga Guðrún Vilmundardóttir og Árný Þórarinsdóttir mynda tvíeykið Stáss. „Við erum báðar arkitektar og stofnuðum Stáss haustið 2008 þegar við misstum vinnuna á teiknistofu. Þá voru að koma jól og við byrjuðum á að hanna jólaskraut úr plexígleri," segir Árný en starfsemin hefur undið upp á sig. Í dag hanna þær auk jólaskrautsins aðra heimilisvöru og skartgripi úr plexígleri. Árný og Helga Guðrún eru báðar mikil jólabörn. „Við bjuggum saman eitt haust í Danmörku fyrir tæpum áratug og vorum þá samstiga í því að skreyta mikið fyrir jólin," segir Árný dreymin en þær gripu fegins hendi tækifæri til að skreyta saman á ný þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Einfaldur aðventukrans. Með því að fylla gamlar sultukrukkur með reyniberjum er á skömmum tíma hægt að útbúa fallegan aðventukrans. „Við ákváðum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við ættum til. Á þeim tíma sem við vorum að þessu voru reyniberin enn fersk en þau er einnig hægt að frysta og nota síðar," segir Árný en þeim stöllum fannst einnig sniðugt að nota popp í skreytingarnar. „Það er nokkuð sem flestir eiga og svo fór ég út og tíndi köngla. Okkur fannst líka skondið að nota muffinsform sem margir eiga og blómaskreytingarsvamp til að festa kertin. Sultukrukkur eru líka til á flestum heimilum og tilvalið að nota í jólaskraut," segir Árný, sem fannst skemmtilegt að nýta sér hluti úr náttúrunni í bland við það sem til var í eldhúsinu. Reyniber, popp, könglar og muffinsform geta orðið að hinu besta jólaskrauti. Úr sultukrukkunum bjuggu Árný og Guðrún til nokkurs konar aðventukrans. Þær festu kerti með svampi, fylltu krukkurnar með reyniberjum og merktu krukkurnar frá eitt til fjögur. „Það er mjög fljótlegt að henda þessu upp á aðventunni," segir Árný en númerin keypti hún fyrir löngu. „Í staðinn má líka kaupa límmiða eða föndra númer," útlistar hún og segir möguleikana ótakmarkaða þegar kemur að jólaskreytingum. - sg Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Jólamolar: Er ein af þeim fáu sem sendir ennþá jólakort Jól „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Jól Jóladagatal - 4. desember - Músastigar Jól
Helga Guðrún Vilmundardóttir og Árný Þórarinsdóttir mynda tvíeykið Stáss. „Við erum báðar arkitektar og stofnuðum Stáss haustið 2008 þegar við misstum vinnuna á teiknistofu. Þá voru að koma jól og við byrjuðum á að hanna jólaskraut úr plexígleri," segir Árný en starfsemin hefur undið upp á sig. Í dag hanna þær auk jólaskrautsins aðra heimilisvöru og skartgripi úr plexígleri. Árný og Helga Guðrún eru báðar mikil jólabörn. „Við bjuggum saman eitt haust í Danmörku fyrir tæpum áratug og vorum þá samstiga í því að skreyta mikið fyrir jólin," segir Árný dreymin en þær gripu fegins hendi tækifæri til að skreyta saman á ný þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Einfaldur aðventukrans. Með því að fylla gamlar sultukrukkur með reyniberjum er á skömmum tíma hægt að útbúa fallegan aðventukrans. „Við ákváðum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við ættum til. Á þeim tíma sem við vorum að þessu voru reyniberin enn fersk en þau er einnig hægt að frysta og nota síðar," segir Árný en þeim stöllum fannst einnig sniðugt að nota popp í skreytingarnar. „Það er nokkuð sem flestir eiga og svo fór ég út og tíndi köngla. Okkur fannst líka skondið að nota muffinsform sem margir eiga og blómaskreytingarsvamp til að festa kertin. Sultukrukkur eru líka til á flestum heimilum og tilvalið að nota í jólaskraut," segir Árný, sem fannst skemmtilegt að nýta sér hluti úr náttúrunni í bland við það sem til var í eldhúsinu. Reyniber, popp, könglar og muffinsform geta orðið að hinu besta jólaskrauti. Úr sultukrukkunum bjuggu Árný og Guðrún til nokkurs konar aðventukrans. Þær festu kerti með svampi, fylltu krukkurnar með reyniberjum og merktu krukkurnar frá eitt til fjögur. „Það er mjög fljótlegt að henda þessu upp á aðventunni," segir Árný en númerin keypti hún fyrir löngu. „Í staðinn má líka kaupa límmiða eða föndra númer," útlistar hún og segir möguleikana ótakmarkaða þegar kemur að jólaskreytingum. - sg
Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Jólamolar: Er ein af þeim fáu sem sendir ennþá jólakort Jól „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Jól Jóladagatal - 4. desember - Músastigar Jól