Launaleynd er lúaleg Svavar Knútur skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Ofbeldi finnst í margs konar myndum og formum, sýnilegum og torsýnilegum. Það er margbreytilegt hugtak og opið til túlkunar. Yfirborðskenndar skilgreiningar á ofbeldi eru gjarnan á líkamlega sviðinu. Ef það er ekki marblettur, laus tönn, brákað bein eða glóðarauga, þá var það ekki ofbeldi. Þessa skilgreiningu vilja margir halda sig við sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann, sem er að ofbeldi er ríkjandi samskiptaform á ótrúlega mörgum stöðum innan okkar samfélags. Ofbeldi er afskaplega fjölbreytilegt. Það getur verið andlegt, félagslegt, kynferðislegt, kerfisbundið og samfélagslegt, jafnvel fjárhagslegt. En allt ofbeldi miðar að því að halda þolandanum niðri og upphefja gerandann á kostnað hans. Það á ekki síður við um kynbundið ofbeldi. Kynbundið ofbeldi, bæði kerfisbundið og persónulegt, miðar alltaf að því að halda niðri hinu kyninu. Vissulega getur kynbundið ofbeldi gengið í báðar áttir, en í þessum pistli vil ég beina sjónum mínum að ofbeldi sem mest snýr að konum. Ofbeldi getur falist í sviptingu gæða eins og frelsis, matar, upplýsinga eða húsnæðis. Þannig geta fyrirtæki og stofnanir beitt fólk ofbeldi með því að halda frá því nauðsynlegum upplýsingum. Allt tal um frjálsan markað, markaðslausnir og frjálst val neytenda er algerlega innantómt ef gagnsæi nýtur ekki við í samfélagi og upplýsingar eru ekki uppi á borðinu. Til dæmis vinna mörg fyrirtæki hart að því að halda upplýsingum um starfsemi sína og vinnuhætti frá fólkinu í samfélaginu. Launaleyndin margumtalaða er skýrt dæmi um kerfisbundið kynbundið ofbeldi, þar sem vinnuveitendur þykjast hafa „hagsmuni einstaklinga" að leiðarljósi. Engu að síður er launaleyndin eitt sterkasta vopnið í því að halda niðri réttindum kvenna og halda aftur af jafnrétti kynjanna. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegri samkeppni við annað fólk ef allar nauðsynlegar upplýsingar um verðskuldun og vinnuframlag skortir? Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að laun skuli vera trúnaðarmál. Það er bara tæki til að hygla ákveðnum einstaklingum innan fyrirtækja og í raun eykur það enn frekar á tortryggni milli allra á vinnustað heldur en opinber og gegnsæ launastefna. Rétt eins og það er engin afsökun fyrir þvermóðsku og heimóttarskap að vera úr Mývatnssveit, þá er engin afsökun fyrir að líða eða ástunda ofbeldi, bara af því við erum mennsk. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Ofbeldi finnst í margs konar myndum og formum, sýnilegum og torsýnilegum. Það er margbreytilegt hugtak og opið til túlkunar. Yfirborðskenndar skilgreiningar á ofbeldi eru gjarnan á líkamlega sviðinu. Ef það er ekki marblettur, laus tönn, brákað bein eða glóðarauga, þá var það ekki ofbeldi. Þessa skilgreiningu vilja margir halda sig við sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann, sem er að ofbeldi er ríkjandi samskiptaform á ótrúlega mörgum stöðum innan okkar samfélags. Ofbeldi er afskaplega fjölbreytilegt. Það getur verið andlegt, félagslegt, kynferðislegt, kerfisbundið og samfélagslegt, jafnvel fjárhagslegt. En allt ofbeldi miðar að því að halda þolandanum niðri og upphefja gerandann á kostnað hans. Það á ekki síður við um kynbundið ofbeldi. Kynbundið ofbeldi, bæði kerfisbundið og persónulegt, miðar alltaf að því að halda niðri hinu kyninu. Vissulega getur kynbundið ofbeldi gengið í báðar áttir, en í þessum pistli vil ég beina sjónum mínum að ofbeldi sem mest snýr að konum. Ofbeldi getur falist í sviptingu gæða eins og frelsis, matar, upplýsinga eða húsnæðis. Þannig geta fyrirtæki og stofnanir beitt fólk ofbeldi með því að halda frá því nauðsynlegum upplýsingum. Allt tal um frjálsan markað, markaðslausnir og frjálst val neytenda er algerlega innantómt ef gagnsæi nýtur ekki við í samfélagi og upplýsingar eru ekki uppi á borðinu. Til dæmis vinna mörg fyrirtæki hart að því að halda upplýsingum um starfsemi sína og vinnuhætti frá fólkinu í samfélaginu. Launaleyndin margumtalaða er skýrt dæmi um kerfisbundið kynbundið ofbeldi, þar sem vinnuveitendur þykjast hafa „hagsmuni einstaklinga" að leiðarljósi. Engu að síður er launaleyndin eitt sterkasta vopnið í því að halda niðri réttindum kvenna og halda aftur af jafnrétti kynjanna. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegri samkeppni við annað fólk ef allar nauðsynlegar upplýsingar um verðskuldun og vinnuframlag skortir? Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að laun skuli vera trúnaðarmál. Það er bara tæki til að hygla ákveðnum einstaklingum innan fyrirtækja og í raun eykur það enn frekar á tortryggni milli allra á vinnustað heldur en opinber og gegnsæ launastefna. Rétt eins og það er engin afsökun fyrir þvermóðsku og heimóttarskap að vera úr Mývatnssveit, þá er engin afsökun fyrir að líða eða ástunda ofbeldi, bara af því við erum mennsk. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar