Bótakrafa sögð vera vanreifuð 8. janúar 2011 04:00 Hróbjartur Jónatansson og Helgi Birgisson Lögmenn tókust í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær á um frávísunarkröfu í sex milljarða króna skaðabótamáli Glitnis á hendur sex eigendum og stjórnendum bankans.Fréttablaðið/GVA Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Málið hefur verið kennt við bresku skartgripakeðjuna Aurum Holdings og snýst um lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í eigu Pálma Haraldssonar, sem lánaði það áfram til FS37, síðar Stím, til að kaupa hlutabréf í keðjunni af Fons. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma og Lárusi Welding er stefnt, ásamt þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnar Arngrímssonar, sem er stefnt í málinu, sagði bótakröfu skilanefndarinnar allt of háa, enda lægi ekki fyrir hversu mikið fengist upp í kröfur bankans vegna lánveitingarinnar. Þá væri ljóst að bótakrafan ætti ekki að vera hærri en næmi mismuninum á þeirri upphæð sem lánað var og svo aftur þeirri upphæð sem bankanum hefði verið heimilt að lána. Engin tilraun hefði verið gerð til að meta hann. Helgi sagði umbjóðanda sinn telja að vanreifun á bótakröfunni væri tilefni til frávísunar málsins, en ástæða þess að aðrir sem skilanefnd Glitnis hefði kært væru ekki með í kröfunni væri sú að þeir teldu vanreifunina fremur ástæðu til sýknunar. Stutt væri á milli þessara krafna. Helgi benti á að lánin til FS38 og Blásólar, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefðu verið til uppgreiðslu á eldri lánum. Þá hefðu 1,2 milljarðar króna farið beint inn á innlánsreikning í Glitni sem handveð til tryggingar. „Þannig nam raunveruleg lánveiting tveimur milljörðum króna, en ekki sex milljörðum,“ sagði hann. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður skilanefndar Glitnis, furðaði sig á kröfu þeirri sem Helgi setti fram og kvað grundvallaratriði í réttarfari að tækist ekki sönnun á tjóni undir löglegri málsmeðferð kynni það vitanlega að leiða til sýknu. „Mótbárur stefnda eiga ekki við. Þær varða efnishlið málsins og snúa ekki að forminu,“ sagði Hróbjartur og kvað fráleitt að eyða tíma dóms og lögmanna í að fjalla um málið á þessu stigi undir þessum formerkjum. [email protected] Stím málið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Málið hefur verið kennt við bresku skartgripakeðjuna Aurum Holdings og snýst um lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í eigu Pálma Haraldssonar, sem lánaði það áfram til FS37, síðar Stím, til að kaupa hlutabréf í keðjunni af Fons. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma og Lárusi Welding er stefnt, ásamt þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnar Arngrímssonar, sem er stefnt í málinu, sagði bótakröfu skilanefndarinnar allt of háa, enda lægi ekki fyrir hversu mikið fengist upp í kröfur bankans vegna lánveitingarinnar. Þá væri ljóst að bótakrafan ætti ekki að vera hærri en næmi mismuninum á þeirri upphæð sem lánað var og svo aftur þeirri upphæð sem bankanum hefði verið heimilt að lána. Engin tilraun hefði verið gerð til að meta hann. Helgi sagði umbjóðanda sinn telja að vanreifun á bótakröfunni væri tilefni til frávísunar málsins, en ástæða þess að aðrir sem skilanefnd Glitnis hefði kært væru ekki með í kröfunni væri sú að þeir teldu vanreifunina fremur ástæðu til sýknunar. Stutt væri á milli þessara krafna. Helgi benti á að lánin til FS38 og Blásólar, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefðu verið til uppgreiðslu á eldri lánum. Þá hefðu 1,2 milljarðar króna farið beint inn á innlánsreikning í Glitni sem handveð til tryggingar. „Þannig nam raunveruleg lánveiting tveimur milljörðum króna, en ekki sex milljörðum,“ sagði hann. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður skilanefndar Glitnis, furðaði sig á kröfu þeirri sem Helgi setti fram og kvað grundvallaratriði í réttarfari að tækist ekki sönnun á tjóni undir löglegri málsmeðferð kynni það vitanlega að leiða til sýknu. „Mótbárur stefnda eiga ekki við. Þær varða efnishlið málsins og snúa ekki að forminu,“ sagði Hróbjartur og kvað fráleitt að eyða tíma dóms og lögmanna í að fjalla um málið á þessu stigi undir þessum formerkjum. [email protected]
Stím málið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira