Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 68-73 Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 8. janúar 2012 16:54 Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira