Vasadiskó gerir upp 2011 í tveimur þáttum Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. janúar 2012 14:28 Næstu tveir þættir af Vasadiskó, sem eru á X-inu 977 á sunnudögum, verða með öðru sniði en venjulega. Í stað þess að einblína á nýja tónlist fara tveir þættir í að gera upp tónlistarárið 2011 á skilvirkan og tæmandi hátt. Fyrri sérþátturinn verður næsta sunnudag kl. 15 og þar verða leikin þau lög sem þáttastjórnandi velur sem lög ársins 2011, bæði innlend og erlend. Viku síðar verður uppljóstrað um hvaða breiðskífur þóttu þær bestu þetta árið í erlendri og innlendri útgáfu. Listarnir eru mjög ólíkir, enda oft sem plötur eru ekki góðar í heild sinni þó svo að þar leynist vissulega gullmolar. Síðastliðin ár virðist sú hefð hafa myndast hjá fjölmiðlum um allann heim að keppast við að nefna plötur og listamenn ársins - stundum allt að mánuði fyrir sjálf áramótin. En þá verða þeir listamenn sem gefa út í desember oft útundan. Þekkt dæmi úr tónlistarsögunni er þegar plata Múm - Yesterday was dramatic kom út um miðjan desember árið 1999. Platan komst ekki á neina lista yfir plötur ársins það árið, þrátt fyrir að hún hafi klárlega haft alla burði til þess að enda á toppi þess lista. Platan fékk svo nokkrar kurteisisbirtingar hjá íslenskum gagnrýnendum ári síðar - þegar hún hafði slegið í gegn erlendis. Þess ákvað umsjónamaður Vasadiskó að bíða fram yfir áramót, gefa sér tíma til þess að fara yfir tónlistarárið og birta lista sem væri ekki undir áhrifum annarra lista né velgengni á sölu- eða vinsældarlistum. Engir gestir verða í sérþáttunum tveimur en haft verður samband við þá sem íslensku listamenn sem lenda ofarlega á listunum. Lagalistinn yfir bestu erlendu- og innlendu lög ársins 2011 að mati Vasadiskó verður birtur hér á Vísi.is að þætti loknum á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni, Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Næstu tveir þættir af Vasadiskó, sem eru á X-inu 977 á sunnudögum, verða með öðru sniði en venjulega. Í stað þess að einblína á nýja tónlist fara tveir þættir í að gera upp tónlistarárið 2011 á skilvirkan og tæmandi hátt. Fyrri sérþátturinn verður næsta sunnudag kl. 15 og þar verða leikin þau lög sem þáttastjórnandi velur sem lög ársins 2011, bæði innlend og erlend. Viku síðar verður uppljóstrað um hvaða breiðskífur þóttu þær bestu þetta árið í erlendri og innlendri útgáfu. Listarnir eru mjög ólíkir, enda oft sem plötur eru ekki góðar í heild sinni þó svo að þar leynist vissulega gullmolar. Síðastliðin ár virðist sú hefð hafa myndast hjá fjölmiðlum um allann heim að keppast við að nefna plötur og listamenn ársins - stundum allt að mánuði fyrir sjálf áramótin. En þá verða þeir listamenn sem gefa út í desember oft útundan. Þekkt dæmi úr tónlistarsögunni er þegar plata Múm - Yesterday was dramatic kom út um miðjan desember árið 1999. Platan komst ekki á neina lista yfir plötur ársins það árið, þrátt fyrir að hún hafi klárlega haft alla burði til þess að enda á toppi þess lista. Platan fékk svo nokkrar kurteisisbirtingar hjá íslenskum gagnrýnendum ári síðar - þegar hún hafði slegið í gegn erlendis. Þess ákvað umsjónamaður Vasadiskó að bíða fram yfir áramót, gefa sér tíma til þess að fara yfir tónlistarárið og birta lista sem væri ekki undir áhrifum annarra lista né velgengni á sölu- eða vinsældarlistum. Engir gestir verða í sérþáttunum tveimur en haft verður samband við þá sem íslensku listamenn sem lenda ofarlega á listunum. Lagalistinn yfir bestu erlendu- og innlendu lög ársins 2011 að mati Vasadiskó verður birtur hér á Vísi.is að þætti loknum á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni,
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira