Dagur leikskólans Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2012 12:54 Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun