Manchester United komst áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Ajax á heimavelli í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum í kvöld, 2-1.
United vann fyrri leikinn í Amsterdam, 2-0, og hafði því betur samanlagt, 3-2. Javier Hernandez kom United yfir strax á sjöttu mínútu í kvöld eftir stungusendingu Dimitar Berbatov og útlitið því gott.
En Ajax náði að jafna metin með marki Aras Özbiliz á 37. mínútu og varnarmaðurinn Toby Alderweireld tryggði Hollendingunum sigurinn með skallamarki skömmu fyrir leikslok. Eitt mark til viðbótar hefði dugað til að slá United úr leik.
United mætir næst Athletico Bilbao frá Spáni en leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram dagana 8. og 15. mars.
United tapaði en komst áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn




