Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Arnar Skúli Atlason skrifar 8. maí 2025 18:22 Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk á Króknum í kvöld og er orðin markahæst í deildinni. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir 5-1 stórsigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Stólarnir komust óvænt yfir með marki Birgittu Rúnar Finnbogadóttur eftir fimmtán mínútna leik en Blikar sneru leiknum fljótt við og unnu að lokum öruggan sigur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Birta Georgsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoruðu hin mörkin. Leikurinn byrjaði kröftulega þar sem bæði lið voru að berjast um allan völl og Tindastólskonur ætluðu ekki að gefa mikið eftir í dag. Það var Tindastóll sem skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. Birgitta Finnbogadóttir stal þá boltanum af varnarmanni Breiðabliks og var kominn ein í á móti markmanni. Hún lagði boltann í netið framhjá Telmu Ívarsdóttir í marki Blika. Breiðablik áttu erfitt með að finna opnanir á vörn Tindastóls í upphafi leiks en þeir gerðu það svo sannarlega á 27. mínútu þegar Andrea Rut fékk sendingu á bak við vörn Tindastóls frá Sammy Smith. Hún renndi boltanum fyrir markið og Birta Georgsdóttir skorar í opið markið og allt jafnt. Strax tveimur mínútum síðar voru Blikar komnar yfir. Kristín Dís Árnadóttir fékk þá sendingu inn fyrir vörn Tindastóls og á skot á markið sem Genevieve ver út í teiginn en beint fyrir fæturna á markamaskínunni Berglindi Björgu sem gat ekki annað en skorað. Leikurinn var í miklu jafnvægi og lítið um færi í fyrri hálfleiknum. Mikið um stöðubaráttu og veður og vindur hafði áhrif á leikinn. Staðan í hálfleik 1-2 fyrir Breiðablik. Seinni hálfleikurinn var jafn í upphafi. Tindastóll að berjast eins og ljón um allan völl. Breiðablik meira með boltann og reyndi að brjóta niður varnarmúr Tindastóls sem gekk á 69. mínútu þegar Sammy Smith braust upp vænginn hægra megin og labbaði framhjá varnarmanni Tindastóls. Hún lagði boltann út í teig á Andreu Rut sem skoraði í opið mark Tindastóls. Eins og í fyrri hálfleik skoruðu Breiðablik aftur tveimur mínútum seinna og aftur var það Berglind Björg að verki. Aftur réðust Blikarnir á vinstri helming á vörn Tindastóls og enn á ný var það Andrea Rut sem komst upp vænginn og lagði boltann fyrir markið þegar sem Berglind renndi sér á hann og skoraði í opið mark. Breiðablik átti eftir að bæta við marki og það kom á 88. mínútu. Tindastóll átti þá hornspyrnu sem Telma Ívarsdóttir greip og var fljót að koma boltanum í leik og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir keyrði af stað upp völlinn. Hún hljóp völlinn endilangan og skoraði með öruggu skoti í hornið. Leikmenn Tindastóls náðu ekki að stoppa hana á sprettinum. Breiðablik vann öruggan 5-1 sigur og situr á toppi deildarinnar með 13 stig. Tindastóll eru í 8 sæti. Atvik leiksins Fyrsta mark Breiðabliks var gæða mark og sýndi hversu mikil gæða búa í liðinu. Liðið lét boltann flæða vel og splundruðu vörn Tindastóls með flottum sendingum og hlaupum. Stjörnur og skúrkar Andrea Rut Bjarnadóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir létu mest af sér kveða í dag. Andrea skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Berglind Björg skoraði tvö mörk og hefði hæglega getað skorað fleiri. Dómararnir Átti mjög góðan dag. Ekkert út á þá að setja. Flott lína og ekkert rugl. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kann mjög vel við sig á Króknum enda með fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum.Breiðablik Berglind Björg: Við verðum bara betri og betri Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, var hæstánægð með sigurinn á Króknum í dag. „Það er mjög erfitt að koma hingað að spila. Gríðarlega sátt með spilamennskuna í dag og vinna 5-1,“ sagði Berglind. Breiðabliksliðið átti í erfiðleikum með að brjóta niður Tindastólsvörnina í dag. „Þetta er hörkulið sem við vorum að spila við og þær gerðu vel í markinu sínu. Sem betur fer komum við til baka og unnum okkur inn í leikinn,“ sagði Berglind. Breiðablik eru efstar í deildinni og seinustu þrír leikir hafa verið frekar þægilegir. „Ég er gríðarlega sátt. Mikill stígandi í liðinu og við verðum bara betri og betri.“ Berglind skoraði tvö mörk á Sauðárkróki í fyrra og finnst greinilega gott að spila úti á landi. „Ég er frá Vestmannaeyjum og það er alltaf gaman að komast út á land. Bara geggjað að koma hingað og skora tvö mörk,“ sagði Berglind. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Halldór Jón: Það tókst ekki og þær slátruðu okkur Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var ekki ánægður með að leikurinn sem endaði með 5-1 tapi. „Góð byrjun í dag. Góð holning og náðum fyrsta markinu. Gott skipulag heilt yfir fyrstu 20-25 mínúturnar. Það kom þeim kannski pínu á óvart. Náðum að vinna boltann í góðum stöðum og skorum gott mark,“ sagði Halldór Jón. „Við hefðum getað skorað annað í stöðunni 1-2 fyrir þeim þar sem Makela fær færi einn á móti markmanni. Svo í seinni hálfleik byrjum við af miklum krafti. Við náum þremur álitlegum sóknum til að jafna og það tókst ekki. Það tókst ekki og þær slátruðu okkur,“ sagði Halldór Jón. Tindastólskonur fengu góð færi í dag og það var mikil vinnusemi í liðinu. „Ég var ánægður með baráttuna og ánægður með þetta mark og tvö dauðfæri sem við fengum. Þetta hefði litið öðruvísi út ef við hefðum nýtt þessi færi. Þá ættum við kannski öðruvísi samtal núna. Þetta fór eins og þetta fór. Breiðablikskonur eru ógeðslega góðar og þær áttu þetta eðlilega skilið eftir 5-1 sigur. Við óskum þeim bara til hamingju. Núna er það bara leikurinn við Stjörnuna sem skiptir öllu máli núna. Nú bara sleikja sárin og rífa sig í gang,“ sagði Halldór Jón. Besta deild kvenna Tindastóll Breiðablik
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir 5-1 stórsigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Stólarnir komust óvænt yfir með marki Birgittu Rúnar Finnbogadóttur eftir fimmtán mínútna leik en Blikar sneru leiknum fljótt við og unnu að lokum öruggan sigur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Birta Georgsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoruðu hin mörkin. Leikurinn byrjaði kröftulega þar sem bæði lið voru að berjast um allan völl og Tindastólskonur ætluðu ekki að gefa mikið eftir í dag. Það var Tindastóll sem skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. Birgitta Finnbogadóttir stal þá boltanum af varnarmanni Breiðabliks og var kominn ein í á móti markmanni. Hún lagði boltann í netið framhjá Telmu Ívarsdóttir í marki Blika. Breiðablik áttu erfitt með að finna opnanir á vörn Tindastóls í upphafi leiks en þeir gerðu það svo sannarlega á 27. mínútu þegar Andrea Rut fékk sendingu á bak við vörn Tindastóls frá Sammy Smith. Hún renndi boltanum fyrir markið og Birta Georgsdóttir skorar í opið markið og allt jafnt. Strax tveimur mínútum síðar voru Blikar komnar yfir. Kristín Dís Árnadóttir fékk þá sendingu inn fyrir vörn Tindastóls og á skot á markið sem Genevieve ver út í teiginn en beint fyrir fæturna á markamaskínunni Berglindi Björgu sem gat ekki annað en skorað. Leikurinn var í miklu jafnvægi og lítið um færi í fyrri hálfleiknum. Mikið um stöðubaráttu og veður og vindur hafði áhrif á leikinn. Staðan í hálfleik 1-2 fyrir Breiðablik. Seinni hálfleikurinn var jafn í upphafi. Tindastóll að berjast eins og ljón um allan völl. Breiðablik meira með boltann og reyndi að brjóta niður varnarmúr Tindastóls sem gekk á 69. mínútu þegar Sammy Smith braust upp vænginn hægra megin og labbaði framhjá varnarmanni Tindastóls. Hún lagði boltann út í teig á Andreu Rut sem skoraði í opið mark Tindastóls. Eins og í fyrri hálfleik skoruðu Breiðablik aftur tveimur mínútum seinna og aftur var það Berglind Björg að verki. Aftur réðust Blikarnir á vinstri helming á vörn Tindastóls og enn á ný var það Andrea Rut sem komst upp vænginn og lagði boltann fyrir markið þegar sem Berglind renndi sér á hann og skoraði í opið mark. Breiðablik átti eftir að bæta við marki og það kom á 88. mínútu. Tindastóll átti þá hornspyrnu sem Telma Ívarsdóttir greip og var fljót að koma boltanum í leik og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir keyrði af stað upp völlinn. Hún hljóp völlinn endilangan og skoraði með öruggu skoti í hornið. Leikmenn Tindastóls náðu ekki að stoppa hana á sprettinum. Breiðablik vann öruggan 5-1 sigur og situr á toppi deildarinnar með 13 stig. Tindastóll eru í 8 sæti. Atvik leiksins Fyrsta mark Breiðabliks var gæða mark og sýndi hversu mikil gæða búa í liðinu. Liðið lét boltann flæða vel og splundruðu vörn Tindastóls með flottum sendingum og hlaupum. Stjörnur og skúrkar Andrea Rut Bjarnadóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir létu mest af sér kveða í dag. Andrea skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Berglind Björg skoraði tvö mörk og hefði hæglega getað skorað fleiri. Dómararnir Átti mjög góðan dag. Ekkert út á þá að setja. Flott lína og ekkert rugl. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kann mjög vel við sig á Króknum enda með fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum.Breiðablik Berglind Björg: Við verðum bara betri og betri Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, var hæstánægð með sigurinn á Króknum í dag. „Það er mjög erfitt að koma hingað að spila. Gríðarlega sátt með spilamennskuna í dag og vinna 5-1,“ sagði Berglind. Breiðabliksliðið átti í erfiðleikum með að brjóta niður Tindastólsvörnina í dag. „Þetta er hörkulið sem við vorum að spila við og þær gerðu vel í markinu sínu. Sem betur fer komum við til baka og unnum okkur inn í leikinn,“ sagði Berglind. Breiðablik eru efstar í deildinni og seinustu þrír leikir hafa verið frekar þægilegir. „Ég er gríðarlega sátt. Mikill stígandi í liðinu og við verðum bara betri og betri.“ Berglind skoraði tvö mörk á Sauðárkróki í fyrra og finnst greinilega gott að spila úti á landi. „Ég er frá Vestmannaeyjum og það er alltaf gaman að komast út á land. Bara geggjað að koma hingað og skora tvö mörk,“ sagði Berglind. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Halldór Jón: Það tókst ekki og þær slátruðu okkur Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var ekki ánægður með að leikurinn sem endaði með 5-1 tapi. „Góð byrjun í dag. Góð holning og náðum fyrsta markinu. Gott skipulag heilt yfir fyrstu 20-25 mínúturnar. Það kom þeim kannski pínu á óvart. Náðum að vinna boltann í góðum stöðum og skorum gott mark,“ sagði Halldór Jón. „Við hefðum getað skorað annað í stöðunni 1-2 fyrir þeim þar sem Makela fær færi einn á móti markmanni. Svo í seinni hálfleik byrjum við af miklum krafti. Við náum þremur álitlegum sóknum til að jafna og það tókst ekki. Það tókst ekki og þær slátruðu okkur,“ sagði Halldór Jón. Tindastólskonur fengu góð færi í dag og það var mikil vinnusemi í liðinu. „Ég var ánægður með baráttuna og ánægður með þetta mark og tvö dauðfæri sem við fengum. Þetta hefði litið öðruvísi út ef við hefðum nýtt þessi færi. Þá ættum við kannski öðruvísi samtal núna. Þetta fór eins og þetta fór. Breiðablikskonur eru ógeðslega góðar og þær áttu þetta eðlilega skilið eftir 5-1 sigur. Við óskum þeim bara til hamingju. Núna er það bara leikurinn við Stjörnuna sem skiptir öllu máli núna. Nú bara sleikja sárin og rífa sig í gang,“ sagði Halldór Jón.
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn