Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán 8. mars 2012 16:18 Marcin Tomsz Lech nokkrum mínútum eftir að dómur var kveðinn upp. Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. Marcin lýsti því hvernig mennirnir ætluðu að fremja ránið um nótt. Það breyttist þó. Meðal annars vegna þess að félagar hans voru gripnir við að stela bíl föstudeginum fyrir ránið, en það var framið á mánudeginum 17. október. Mennirnir ákváðu degi áður að ræna búðina. Frank Úlfar Michelsen, eigandi verslunarinnar, kvaðst hafa verið við vinnu sína umræddan morgun skömmu eftir opnun. Hann kvaðst hafa setið við vinnuborð klukkan 17 mínútur yfir tíu þegar hann hafi orðið var við skugga koma mjög snöggt inn og þegar hann hafi litið upp hefði hann horft beint inn í byssuhlaup og séð grímuklæddan mann sem hefði öskrað „get down, get down". Frank kvaðst þá hafa sagt við starfsfólkið að það skyldi gera það sem maðurinn segði og hefðu þau lagst niður. Maðurinn hefði staðið yfir sér með byssuna og öskrað en síðan kvaðst hann hafa heyrt mikil brothljóð og séð út undan sér fleiri skugga sem voru að athafna sig frammi í versluninni. Frank kvað þetta hafa staðið yfir í um 50 sekúndur en þær hefðu virst sem heil eilífð. Þá hefðu mennirnir hlaupið út. Meðan á þessu stóð og þau lágu í gólfinu kvaðst hann hafa heyrt skothvell og þá talið að maðurinn væri að skjóta eitthvert þeirra. Eftir vel heppnað rán gengisins fóru mennirnir hver sína leið. Síðar hittust þeir á hóteli þar sem þeir pökkuðu úrunum inn. Að lokum fóru þeir saman í sund í Kópavoginum. Nokkrum dögum síðar var Marcin handtekinn með þýfið. Auk þess að þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm hér á landi þarf Marcin að greiða VÍS 14 milljónir króna. Lögreglan náði að haldleggja þýfið áður en Marcin kom því út úr landi, en andvirði þess hljóp á 50 til 70 milljónum. Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. Marcin lýsti því hvernig mennirnir ætluðu að fremja ránið um nótt. Það breyttist þó. Meðal annars vegna þess að félagar hans voru gripnir við að stela bíl föstudeginum fyrir ránið, en það var framið á mánudeginum 17. október. Mennirnir ákváðu degi áður að ræna búðina. Frank Úlfar Michelsen, eigandi verslunarinnar, kvaðst hafa verið við vinnu sína umræddan morgun skömmu eftir opnun. Hann kvaðst hafa setið við vinnuborð klukkan 17 mínútur yfir tíu þegar hann hafi orðið var við skugga koma mjög snöggt inn og þegar hann hafi litið upp hefði hann horft beint inn í byssuhlaup og séð grímuklæddan mann sem hefði öskrað „get down, get down". Frank kvaðst þá hafa sagt við starfsfólkið að það skyldi gera það sem maðurinn segði og hefðu þau lagst niður. Maðurinn hefði staðið yfir sér með byssuna og öskrað en síðan kvaðst hann hafa heyrt mikil brothljóð og séð út undan sér fleiri skugga sem voru að athafna sig frammi í versluninni. Frank kvað þetta hafa staðið yfir í um 50 sekúndur en þær hefðu virst sem heil eilífð. Þá hefðu mennirnir hlaupið út. Meðan á þessu stóð og þau lágu í gólfinu kvaðst hann hafa heyrt skothvell og þá talið að maðurinn væri að skjóta eitthvert þeirra. Eftir vel heppnað rán gengisins fóru mennirnir hver sína leið. Síðar hittust þeir á hóteli þar sem þeir pökkuðu úrunum inn. Að lokum fóru þeir saman í sund í Kópavoginum. Nokkrum dögum síðar var Marcin handtekinn með þýfið. Auk þess að þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm hér á landi þarf Marcin að greiða VÍS 14 milljónir króna. Lögreglan náði að haldleggja þýfið áður en Marcin kom því út úr landi, en andvirði þess hljóp á 50 til 70 milljónum.
Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43