Forstjóri Samherja lýsir ábyrgð á hendur seðlabankamönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2012 18:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira