Daníel H. Stefánsson var á dögunum útnefndur svifflugmaður ársins 2011 af Svifflugdeild Flugmálafélags Íslands. Daníel flaug lengstu yfirlandsflugin á árinu.
Í fréttatilkynningu frá svifflugdeildinni kemur fram að þetta sé annað árið í röð sem Daníel verður fyrir valinu. Í öðru sæti í kjörinu varð Steinþór Skúlason sem hefur alls átta sinnum hlotið nafnbótina.
Tvö lengstu yfirlandsflug Daníels á árinu voru samtals rúmir 630 kílómetrar sem þykir mjög löng vegalengd á íslenskan mælikvarða.
Daníel hefur stundað svifflug frá barnsaldri og fór í sitt fyrsta einflug aðeins 14 ára gamall. Daníel á ekki langt að sækja áhuga sinn en faðir hans hefur einnig stundað íþróttina í lengri tíma.
Nánar um svifflug á heimasíðu Svifflugfélags Íslands, sjá hér.

