Lögreglan í Portúgal, auk lögreglunnar á Spáni, leita nú að Madeleine McCann nærri Malaga á Norður-Spáni. Samkvæmt frétt Daily mail fékk lögreglan ábendingu um að stúlka lík McCann hefði sést nærri borginni, sem er vinsæll ferðamannastaður á Spáni.
Lögreglufulltrúar úr nokkurskonar sérsveit sem sér um mál McCann eru einnig á leiðinni til Malaga vegna upplýsinganna sem sérfræðingar telja að sé merki um að ábendingarnar séu nokkuð góðar. McCann hvarf árið 2007 þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum í Portúgal. Síðan þá hefur málið tekið ótrúlegustu snúninga en aldrei hefur stúlkan fundist.
Það er spænska dagblaðið Diario Sur sem greindi frá því í dag að ábending um að McCann væri hugsanlega að finna á Malaga. Þar er því haldið fram að lögreglan hafi annað hvort fengið vísbendingar, eða komist yfir upplýsingar um stúlkuna, þegar þeir voru að rannsaka hvarf tveggja annarra barna.
