Atli telur að rétt hafi verið að ákæra Geir Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 15:49 Atli Gíslason segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli. Landsdómur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli.
Landsdómur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira