Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur Boði Logason skrifar 23. apríl 2012 14:46 Geir ræddi við blaðamenn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. mynd/frikki þór „Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var þungur á brún og heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn. „Það er sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu. Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu, og svo vægilegt er það, að ekki er refsað fyrir það. Þetta smáatriði er formsatriði og formbrot. Sá dómur er fáránlegur, og reyndar er hann meira en það - hann er sprenghlægilegur. Það er verulega merkilegt að níu dómarar í Landsdómi dæmi fyrir slíkt formbrot. Ef ég hef verið sekur um að brjóta stjórnarskránna, hvað þetta varðar, þá hafa allir forsætisráðherrar landsins frá því að Íslendingar fengu fullveldi, gerst sekir um það sama. Ég er sekur fyrir hönd þeirra alla," sagði Geir. Þá sagði hann að það væri stórfurðulegt að pólitíkin í landinu hefði laumað sér inn í þennan virðulega dómstól. „Ég lýsti því yfir þegar þetta mál var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms og reis ekki gegn því trausti. Pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn, frekar en hrein lögfræðileg atriði." Geir sendi frá sér yfirlýsingu sem má lesa í viðhengi með þessari frétt. Landsdómur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
„Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var þungur á brún og heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn. „Það er sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu. Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu, og svo vægilegt er það, að ekki er refsað fyrir það. Þetta smáatriði er formsatriði og formbrot. Sá dómur er fáránlegur, og reyndar er hann meira en það - hann er sprenghlægilegur. Það er verulega merkilegt að níu dómarar í Landsdómi dæmi fyrir slíkt formbrot. Ef ég hef verið sekur um að brjóta stjórnarskránna, hvað þetta varðar, þá hafa allir forsætisráðherrar landsins frá því að Íslendingar fengu fullveldi, gerst sekir um það sama. Ég er sekur fyrir hönd þeirra alla," sagði Geir. Þá sagði hann að það væri stórfurðulegt að pólitíkin í landinu hefði laumað sér inn í þennan virðulega dómstól. „Ég lýsti því yfir þegar þetta mál var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms og reis ekki gegn því trausti. Pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn, frekar en hrein lögfræðileg atriði." Geir sendi frá sér yfirlýsingu sem má lesa í viðhengi með þessari frétt.
Landsdómur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira