Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-21 | Valur Íslandsmeistari Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar 12. maí 2012 00:01 Valur varð í dag Íslandsmeistari í handknattleik kvenna eftir frábæran sigur á Fram, 24-21, í fimmta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Það var virkilega hart barist í fyrri hálfleiknum og varnarleikur í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Fyrsta mark leiksins kom til að mynda ekki fyrir en eftir fimm mínútna leik sem segir alla söguna hversu sterkar varnir liðana voru. Framarar byrjuðu hálfleikinn betur og náði fljótlega tveggja marka forystu. Valsstelpurnar voru samt sem áður aldrei langt undan og þegar leið á hálfleikinn fór leikur þarna að batna. Það tók heimastúlkur ekki langan tíma að jafna leikinn og fljótlega náðu þær yfirhöndinni í leiknum. Staðan var 11-8 fyrir Val í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var algjör eign Valsara og í raun áttu Framarar lítinn möguleika. Heimamenn keyrðu upp hraðan og skoruðu heilan helling af mörkum eftir hraðar sóknir. Það sást vel að Framarar voru orðnar bensínlitlar eftir svona langt einvígi og Valur hafði einfaldlega meiri breidd til að tryggja sér titilinn. Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Vals, var virkilega öflug í síðari hálfleiknum og skoraði oft á tíðum mörk á mikilvægum augnablikum. Heimastelpur unnu að lokum leikinn 24-21. Valur er því Íslandsmeistari þriðja árið í röð og í öll þrjú skiptin hefur liðið unnið Fram í úrslita einvíginu. Þorgerður: Þetta verður bara skemmtilegra og skemmtilegramynd/daníel„Þetta er ólýsanleg tilfinning," sagði Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Vals, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „Maður tárast bara og getur lítið að því gert. Þetta er alltaf jafn ógeðslega gaman. Ég hef áður orðið Íslandsmeistari en þetta er alltaf jafn skemmtilegt." „Svona eiga þessi einvígi að vera. Það var troðfullt hús og fólk þurfti að leita sér að sætum. Þetta eru bara tvo frábær lið og við vorum örlítið betri í dag."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þorgerði með því að ýta hér. Hrafnhildur: Ég verð bara betri með árunummynd/daníel„Ég verð aldrei þreytt á því að lyfta þessum bikar, enda er ég með frekar góða upphandleggsvöðva," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, eftir sigurinn í dag. „Við vorum aðeins stressaðar til að byrja með en unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn." „Ég vissi allan tímann að við myndum taka þennan bikar. Það var þvílík geðveiki í augunum á stelpunum fyrir leik og maður sá strax þá í hvað stefndi." „Það var víst aðsóknarmet slegið hér í dag og aldrei hafa eins margir verið inn í höllinni. Það er bara algjör forréttindi að spila við svona aðstæður og ótrúleg stemmning." „Ég er ekkert að fara hætta í boltanum og var að skrifa undir 2 ára samning við Val. Ég verð bara betri eftir því sem ég eldist."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafnhildi með því að ýta hér. Anna: Vörn og markvarsla vann þetta einvígimynd/daníel„Við erum fáránlega ánægðar og mikil gleði í hópnum," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ,leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við erum að ná árangri núna eftir alla þá vinnu sem við höfum lagt á okkur. Unnum tvöfalt í ár og erum klárlega besta liðið á Íslandi í dag." „Það var ótrúleg stemmning hér í dag og frábært að fá fullt hús. Þetta er líklega einn skemmtilegasti leikur sem bæði lið hafa spilað." „Það sem vann þetta einvígi var vörn og markvarsla og við vorum örlítið framar en þær á því sviði, það skilar okkur þessum titli í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Önnu með því að ýta hér . Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Valur varð í dag Íslandsmeistari í handknattleik kvenna eftir frábæran sigur á Fram, 24-21, í fimmta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Það var virkilega hart barist í fyrri hálfleiknum og varnarleikur í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Fyrsta mark leiksins kom til að mynda ekki fyrir en eftir fimm mínútna leik sem segir alla söguna hversu sterkar varnir liðana voru. Framarar byrjuðu hálfleikinn betur og náði fljótlega tveggja marka forystu. Valsstelpurnar voru samt sem áður aldrei langt undan og þegar leið á hálfleikinn fór leikur þarna að batna. Það tók heimastúlkur ekki langan tíma að jafna leikinn og fljótlega náðu þær yfirhöndinni í leiknum. Staðan var 11-8 fyrir Val í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var algjör eign Valsara og í raun áttu Framarar lítinn möguleika. Heimamenn keyrðu upp hraðan og skoruðu heilan helling af mörkum eftir hraðar sóknir. Það sást vel að Framarar voru orðnar bensínlitlar eftir svona langt einvígi og Valur hafði einfaldlega meiri breidd til að tryggja sér titilinn. Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Vals, var virkilega öflug í síðari hálfleiknum og skoraði oft á tíðum mörk á mikilvægum augnablikum. Heimastelpur unnu að lokum leikinn 24-21. Valur er því Íslandsmeistari þriðja árið í röð og í öll þrjú skiptin hefur liðið unnið Fram í úrslita einvíginu. Þorgerður: Þetta verður bara skemmtilegra og skemmtilegramynd/daníel„Þetta er ólýsanleg tilfinning," sagði Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Vals, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „Maður tárast bara og getur lítið að því gert. Þetta er alltaf jafn ógeðslega gaman. Ég hef áður orðið Íslandsmeistari en þetta er alltaf jafn skemmtilegt." „Svona eiga þessi einvígi að vera. Það var troðfullt hús og fólk þurfti að leita sér að sætum. Þetta eru bara tvo frábær lið og við vorum örlítið betri í dag."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þorgerði með því að ýta hér. Hrafnhildur: Ég verð bara betri með árunummynd/daníel„Ég verð aldrei þreytt á því að lyfta þessum bikar, enda er ég með frekar góða upphandleggsvöðva," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, eftir sigurinn í dag. „Við vorum aðeins stressaðar til að byrja með en unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn." „Ég vissi allan tímann að við myndum taka þennan bikar. Það var þvílík geðveiki í augunum á stelpunum fyrir leik og maður sá strax þá í hvað stefndi." „Það var víst aðsóknarmet slegið hér í dag og aldrei hafa eins margir verið inn í höllinni. Það er bara algjör forréttindi að spila við svona aðstæður og ótrúleg stemmning." „Ég er ekkert að fara hætta í boltanum og var að skrifa undir 2 ára samning við Val. Ég verð bara betri eftir því sem ég eldist."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafnhildi með því að ýta hér. Anna: Vörn og markvarsla vann þetta einvígimynd/daníel„Við erum fáránlega ánægðar og mikil gleði í hópnum," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ,leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við erum að ná árangri núna eftir alla þá vinnu sem við höfum lagt á okkur. Unnum tvöfalt í ár og erum klárlega besta liðið á Íslandi í dag." „Það var ótrúleg stemmning hér í dag og frábært að fá fullt hús. Þetta er líklega einn skemmtilegasti leikur sem bæði lið hafa spilað." „Það sem vann þetta einvígi var vörn og markvarsla og við vorum örlítið framar en þær á því sviði, það skilar okkur þessum titli í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Önnu með því að ýta hér .
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira