Reyna aftur að fá risahöfn samþykkta Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2012 20:30 Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið. Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira
Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið.
Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira
Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30