Spánverjinn Rafael Nadal lagði landa sinn Nicolas Almagro nokkuð örugglega að velli í fjórðungsúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.
Nadal, sem er næstefsti maður heimslistans á eftir Serbanum Novak Djokevic, vann í þremur settum 7-6, 6-2 og 6-3.
Nadal mætir Spánverjanum David Ferrer í undanúrslitum. Ferrer lagði Skotann Andy Murray í fjórum settum 6-4, 6-7, 6-3 og 6-2 í fjórðungsúrslitum í gær.
Undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki fara fram á morgun.
Undanúrslitaviðureignirnar í kvennaflokki fara hins vegar fram í dag. Þá mætast annars vegar Samantha Stosur frá Ástralíu og Sara Errani frá Ítalíu og hins vegar Petra Kvitova frá Tékklandi og Maria Sharapova frá Rússlandi.
Bein útsending frá mótinu er á Eurosport.

