Novak Djokovic lenti kröppum dansi þegar hann tryggði sér sæti í 8 manna úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis í dag. Djokovic sem er efstur á heimslistanum lenti 2-0 undir gegn Ítalanum Andreas Seppi en vann þrjú sett í röð og komst áfram.
Serbinn Djokovic gerði ótrúlega mikið af klaufalegum mistökum og virtist á leið út úr mótinu þegar hann náði tökum á spilamennsku sinni og náði hægt og rólega að brjóta andstæðing sinn niður en þetta var 25. sigur Djokovic á risamóti í röð. Leikurinn tók alls 4 klukkustundir og 18 mínútur.
"Ég spilaði mjög illa en barðist af krafti og það skilaði sér," sagði Djokovic eftir sigurinn í dag.
Djokovic slapp með skrekkinn
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti



„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn



