Enn syrtir í álinn hjá sparkvissa tenniskappanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2012 16:30 Nordicphotos/Getty Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti. Argentínumaðurinn var í gær sektaður um 10 þúsund dollara eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Áður hafði Nalbandian orðið af sjö milljónum króna sem hann hefði fengið fyrir annað sætið í mótinum og 150 stig á heimslistanum. Til að bæta gráu ofan á svart er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Lundúnum vegna kvörtunar. Ekki er þó gefið upp hvaðan kvörtunin barst. Andrew McDougall, endalínudómarinn sem meiddist á fæti við atvikið skrautlega, var mættur aftur til vinnu í undankeppni Wimbledon mótsins. Þá hefur Guardian eftir talsmanni ATP-mótaraðarinnar að atvikið og gagnrýni Nalbandian um skipulagningu ATP-mótanna yrðu tekin til rannsóknar. Þar gagnrýndi Nalbandian forsvarsmenn mótanna fyrir að láta keppni fara fram þrátt fyrir slæm skilyrði. Argentínumaðurinn hefur þó dregið í land og beðist afsökunar á hátterni sínu. „Ég ætlaði aldrei að hitta hann," sagði Nalbandian en blóð rann niður fótlegg McDougall þótt hann hafi ekki þurft aðhlynningu. „Þetta voru slæm viðbrögð. Ég þurfti að pústa eftir að hafa tapað stiginu. Ég fékk tækifæri til þess að biðja línudómarann persónulega afsökunar fyrir atvikið sem ég sé sárlega eftir og ber fulla ábyrgð á." Tennis Tengdar fréttir Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti. Argentínumaðurinn var í gær sektaður um 10 þúsund dollara eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Áður hafði Nalbandian orðið af sjö milljónum króna sem hann hefði fengið fyrir annað sætið í mótinum og 150 stig á heimslistanum. Til að bæta gráu ofan á svart er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Lundúnum vegna kvörtunar. Ekki er þó gefið upp hvaðan kvörtunin barst. Andrew McDougall, endalínudómarinn sem meiddist á fæti við atvikið skrautlega, var mættur aftur til vinnu í undankeppni Wimbledon mótsins. Þá hefur Guardian eftir talsmanni ATP-mótaraðarinnar að atvikið og gagnrýni Nalbandian um skipulagningu ATP-mótanna yrðu tekin til rannsóknar. Þar gagnrýndi Nalbandian forsvarsmenn mótanna fyrir að láta keppni fara fram þrátt fyrir slæm skilyrði. Argentínumaðurinn hefur þó dregið í land og beðist afsökunar á hátterni sínu. „Ég ætlaði aldrei að hitta hann," sagði Nalbandian en blóð rann niður fótlegg McDougall þótt hann hafi ekki þurft aðhlynningu. „Þetta voru slæm viðbrögð. Ég þurfti að pústa eftir að hafa tapað stiginu. Ég fékk tækifæri til þess að biðja línudómarann persónulega afsökunar fyrir atvikið sem ég sé sárlega eftir og ber fulla ábyrgð á."
Tennis Tengdar fréttir Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00