Stór hangandi iðnaðarljós sáust yfirleitt aðeins á veitingastöðum þar til nú en síðasta árið hafa ljós af þessu tagi sést í auknum mæli inni á heimilum.
Umfang þeirra getur verið meira en gengur og gerist og þau undirstrika því oft rýmið. Hægt er að fá þessi ljós í mismunandi litum og stærðum og ættu því að passa inn á flest heimili.
Ljósin koma einstaklega vel út yfir eldhúseyjunni, borðstofuborðinu eða jafnvel yfir náttborðinu.
Hægt er að finna þessi ljós í fjársjóðskistum eins og Góða Hirðinum, á mörkuðum erlendis en einnig ættu allir að geta fundið sitt ljós í flestum almennum húsgagnaverslunum.
Iðnaðarljós fyrir heimilið
