Stuðningsgrein: Vill ekki vera forsetinn minn Jón Sæmundur Sigurjónsson skrifar 25. júní 2012 20:00 Ég verð að viðurkenna það að ég hef kosið Ólaf Ragnar Grímsson til forseta allt frá því að hann bauð sig fyrst fram til þess embættis. Ég og fjöldi vina minna hafa þannig stuðlað að því að hann hefur getað gengt þessari stöðu í 16 ár. Ef hann hins vegar verður endurkjörinn nú í hið fimmta sinn, þá verður það ekki með ekki með mínu atkvæði eða með atkvæðum þeirra sem ég þekki best. Reyndar yrði hann kjörinn að meirihluta til með atkvæðum fólks, sem aldrei hefur kosið hann áður, fólks, sem einungis hefur sýnt honum fyrirlitningu í gegn um tíðina. Pólitískt er Ólafur Ragnar genginn í björg með fallistanum úr Seðlabankanum, sem nú dundar sér við að ausa lágkúru yfir landslýð af ritstjórnarskristofum Morgunblaðsins, kostaður af útgerðinni. Sameinast hafa þessir kumpánar í andstöðu sinni við Evrópubandalagið og hefur Ólafur Ragnar lýst því yfir að hann þurfi að standa vörðinn til að það mál nái ekki fram að ganga og því verði hann einungis forseti „Nei-takk" manna. Hann vill ekki vera forsetinn minn. Hann ætlar sér að breyta forsetaembættinu í pólitískt baráttutæki, sem getur aldrei sameinað þjóðina um eitt eða neitt.Klappstýruhlutverkið Það var ömurlegt að horfa upp á forseta Íslands gerast klappstýra útrásarvíkinga með slíkum undirlægjuhætti, að þeir gerviauðmenn gengu inn og út á Bessatöðum haldandi PR-boð með erlendum silkihúfum, sækjandi verðlaun og orður fyrir hina eða þessa kúluhugdettuna þannig að æðsta embætti þjóðarinnar var orðið að gólfmottu nýfrjálshyggjunnar. Ice-safe ævintýri forsetans með 200 milljón króna þjóðaratkvæðagreiðslum í hvert skipti voru skelfileg. Forsetinn gumar af 90% samþykki þjóðarinnar í Ice-safe 1 kosningunni. Með 60% kosningaþátttöku gera 90% þó ekki meira en 54% atkvæðabærra manna, þannig að gaspur um samstöðu þjóðar er út í hött. Í Ice-safe 2 var ekki kosið um annað en það hvort verulega hagstæðir vaxtasamningar ættu að gilda eða ekki. Fjölda fólks var talið trú um að ef það felldi samninginn þá þyrfti Ísland ekkert að borga yfirleitt. Engin kosning fyrr né síðar hefur sýnt tilgangsleysi þess að setja flókin mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem múgsefjun gildir öðru fremur. Nú er ekki séð fyrir endann á því hvað þessi ömurlega vitleysa á eftir að kosta þjóðarbúið þar sem vaxtamál eru í lausu lofti, en þrotabú Landsbankans er langt komið að greiða skuldina sjálfa. Í glórulausri Evrópuandstöðu gumar forsetinn, nú síðast í opinberri heimsókn í Tékklandi, af kostum íslensku krónunnar í uppbyggingarstarfinu eftir hrun. Það er rétt að í þessari stöðu er krónan gulli betri og ríkisstjórnin hefur náð umtalsverðum árangri í endurreisnarstarfinu umfram önnur kreppulönd. Allt byggist þetta á stórkostlegu gengisfalli krónunnar eftir hrun á kostnað almennings, sem engist nú í skuldafjötrum. Hefðum við haft Evru í stað krónu við fall bankanna þá hefði engin gengisfelling orðið og skuldir almennings hefðu ekki breyst um eina einustu krónu. Svo mikið um dýrðarsöngva forsetans um ágæti krónunnar. Við þetta má þó bæta að hágengisstefna vopnabróður hans í seðlabankanum fyrir hrun hefur læst milljarða króna í eigu útlendinga inni í hagkerfinu þannig að við búum við gjaldeyrishöft, sem fáir geta hjálpað okkur út úr nema Evrópusambandið. Með viðvarandi gjaldeyrishöft er varla von til þess að almennilegt uppbyggingarstarf geti hafist sem leysi þjóðina úr viðjum atvinnuleysis. Forsetinn og skoðanabræður hans hafa ekki einungis komið þjóðinni á kaldan klaka heldur ætla þeir að berjast fyrir því að þetta verði viðvarandi ástand.Skítlegt eðli Það rak allt almennilegt fólk í rogastans þegar forsetinn hóf kosningabaráttu sína með leðjukasti í átt að Þóru Arnórsdóttur, sem þá lá á barnssæng. Aðdróttanir og særandi ummæli voru ekki spöruð, þannig að menn spurðu sig hvers konar ástand var eiginlega komið á. Það hefði vissulega orðið slæmt ef Þóra hefði ekki svarað þessum óhróðri af einstöku æðruleysi og kurteisi, en stuðningsmenn hennar hafa þó spurt sig af hverju hún hjólaði ekki í karlinn. Skynsemi viðbragða hennar eru þó fullkomlega skýr, því forseta í skítkasti viljum við ekki hafa og lýsa viðbrögð hennar fullkominni virðingu fyrir þessu æðsta embætti þjóðarinnar. Annar mjög trausvekjandi frambjóðandi til forseta er vissulega Ari Trausti Guðmundsson. Það ber einungis að harma að hann virðist ekki ætla að taka þátt í þessari kosningabaráttu, væntanlega sakir hógværðar og þess að framboð hans var seint á ferð. Ólafur Ragnar hefur á hinn bóginn glatað trausti flestra þeirra sem hafa skapað honum grundvöll til setu á forsetastóli undanfarin 16 ár. Hann er genginn í björg með fólki sem hingað til hafa alla jafna verið hans pólitísku andstæðingar. Ef skoðanakannanir ganga eftir eiga þessir nýju samherjar hans eftir að mynda nýja ríkisstjórn að ári og sitja þeir þá uppi með Ólaf. Einhver góður maður sagði að þar hæfði kjaftur skel.Ný framtíð Það liggur hins vegar í höndum kjósenda að skapa Íslandi nýja framtíð með ungri óspilltri glæsilegri konu sem forseta, sem gæti orðið lýsandi tákn þess að Íslendingar hristi af sér þessi gömlu innanmein hrunsins og sýni að þeir séu tilbúnir að ganga inn í þessa nýju framtíð með ferskt fólk í stafni. Þóra Arnórsdóttir er tilbúin til að vera forseti allra Íslendinga, en ekki að kljúfa þá í herðar niður í pólitískum deilum. Ég get a.m.k. ekki kosið mann sem vill ekki vera forsetinn minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna það að ég hef kosið Ólaf Ragnar Grímsson til forseta allt frá því að hann bauð sig fyrst fram til þess embættis. Ég og fjöldi vina minna hafa þannig stuðlað að því að hann hefur getað gengt þessari stöðu í 16 ár. Ef hann hins vegar verður endurkjörinn nú í hið fimmta sinn, þá verður það ekki með ekki með mínu atkvæði eða með atkvæðum þeirra sem ég þekki best. Reyndar yrði hann kjörinn að meirihluta til með atkvæðum fólks, sem aldrei hefur kosið hann áður, fólks, sem einungis hefur sýnt honum fyrirlitningu í gegn um tíðina. Pólitískt er Ólafur Ragnar genginn í björg með fallistanum úr Seðlabankanum, sem nú dundar sér við að ausa lágkúru yfir landslýð af ritstjórnarskristofum Morgunblaðsins, kostaður af útgerðinni. Sameinast hafa þessir kumpánar í andstöðu sinni við Evrópubandalagið og hefur Ólafur Ragnar lýst því yfir að hann þurfi að standa vörðinn til að það mál nái ekki fram að ganga og því verði hann einungis forseti „Nei-takk" manna. Hann vill ekki vera forsetinn minn. Hann ætlar sér að breyta forsetaembættinu í pólitískt baráttutæki, sem getur aldrei sameinað þjóðina um eitt eða neitt.Klappstýruhlutverkið Það var ömurlegt að horfa upp á forseta Íslands gerast klappstýra útrásarvíkinga með slíkum undirlægjuhætti, að þeir gerviauðmenn gengu inn og út á Bessatöðum haldandi PR-boð með erlendum silkihúfum, sækjandi verðlaun og orður fyrir hina eða þessa kúluhugdettuna þannig að æðsta embætti þjóðarinnar var orðið að gólfmottu nýfrjálshyggjunnar. Ice-safe ævintýri forsetans með 200 milljón króna þjóðaratkvæðagreiðslum í hvert skipti voru skelfileg. Forsetinn gumar af 90% samþykki þjóðarinnar í Ice-safe 1 kosningunni. Með 60% kosningaþátttöku gera 90% þó ekki meira en 54% atkvæðabærra manna, þannig að gaspur um samstöðu þjóðar er út í hött. Í Ice-safe 2 var ekki kosið um annað en það hvort verulega hagstæðir vaxtasamningar ættu að gilda eða ekki. Fjölda fólks var talið trú um að ef það felldi samninginn þá þyrfti Ísland ekkert að borga yfirleitt. Engin kosning fyrr né síðar hefur sýnt tilgangsleysi þess að setja flókin mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem múgsefjun gildir öðru fremur. Nú er ekki séð fyrir endann á því hvað þessi ömurlega vitleysa á eftir að kosta þjóðarbúið þar sem vaxtamál eru í lausu lofti, en þrotabú Landsbankans er langt komið að greiða skuldina sjálfa. Í glórulausri Evrópuandstöðu gumar forsetinn, nú síðast í opinberri heimsókn í Tékklandi, af kostum íslensku krónunnar í uppbyggingarstarfinu eftir hrun. Það er rétt að í þessari stöðu er krónan gulli betri og ríkisstjórnin hefur náð umtalsverðum árangri í endurreisnarstarfinu umfram önnur kreppulönd. Allt byggist þetta á stórkostlegu gengisfalli krónunnar eftir hrun á kostnað almennings, sem engist nú í skuldafjötrum. Hefðum við haft Evru í stað krónu við fall bankanna þá hefði engin gengisfelling orðið og skuldir almennings hefðu ekki breyst um eina einustu krónu. Svo mikið um dýrðarsöngva forsetans um ágæti krónunnar. Við þetta má þó bæta að hágengisstefna vopnabróður hans í seðlabankanum fyrir hrun hefur læst milljarða króna í eigu útlendinga inni í hagkerfinu þannig að við búum við gjaldeyrishöft, sem fáir geta hjálpað okkur út úr nema Evrópusambandið. Með viðvarandi gjaldeyrishöft er varla von til þess að almennilegt uppbyggingarstarf geti hafist sem leysi þjóðina úr viðjum atvinnuleysis. Forsetinn og skoðanabræður hans hafa ekki einungis komið þjóðinni á kaldan klaka heldur ætla þeir að berjast fyrir því að þetta verði viðvarandi ástand.Skítlegt eðli Það rak allt almennilegt fólk í rogastans þegar forsetinn hóf kosningabaráttu sína með leðjukasti í átt að Þóru Arnórsdóttur, sem þá lá á barnssæng. Aðdróttanir og særandi ummæli voru ekki spöruð, þannig að menn spurðu sig hvers konar ástand var eiginlega komið á. Það hefði vissulega orðið slæmt ef Þóra hefði ekki svarað þessum óhróðri af einstöku æðruleysi og kurteisi, en stuðningsmenn hennar hafa þó spurt sig af hverju hún hjólaði ekki í karlinn. Skynsemi viðbragða hennar eru þó fullkomlega skýr, því forseta í skítkasti viljum við ekki hafa og lýsa viðbrögð hennar fullkominni virðingu fyrir þessu æðsta embætti þjóðarinnar. Annar mjög trausvekjandi frambjóðandi til forseta er vissulega Ari Trausti Guðmundsson. Það ber einungis að harma að hann virðist ekki ætla að taka þátt í þessari kosningabaráttu, væntanlega sakir hógværðar og þess að framboð hans var seint á ferð. Ólafur Ragnar hefur á hinn bóginn glatað trausti flestra þeirra sem hafa skapað honum grundvöll til setu á forsetastóli undanfarin 16 ár. Hann er genginn í björg með fólki sem hingað til hafa alla jafna verið hans pólitísku andstæðingar. Ef skoðanakannanir ganga eftir eiga þessir nýju samherjar hans eftir að mynda nýja ríkisstjórn að ári og sitja þeir þá uppi með Ólaf. Einhver góður maður sagði að þar hæfði kjaftur skel.Ný framtíð Það liggur hins vegar í höndum kjósenda að skapa Íslandi nýja framtíð með ungri óspilltri glæsilegri konu sem forseta, sem gæti orðið lýsandi tákn þess að Íslendingar hristi af sér þessi gömlu innanmein hrunsins og sýni að þeir séu tilbúnir að ganga inn í þessa nýju framtíð með ferskt fólk í stafni. Þóra Arnórsdóttir er tilbúin til að vera forseti allra Íslendinga, en ekki að kljúfa þá í herðar niður í pólitískum deilum. Ég get a.m.k. ekki kosið mann sem vill ekki vera forsetinn minn.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun