Stuðningsgrein: Vill ekki vera forsetinn minn Jón Sæmundur Sigurjónsson skrifar 25. júní 2012 20:00 Ég verð að viðurkenna það að ég hef kosið Ólaf Ragnar Grímsson til forseta allt frá því að hann bauð sig fyrst fram til þess embættis. Ég og fjöldi vina minna hafa þannig stuðlað að því að hann hefur getað gengt þessari stöðu í 16 ár. Ef hann hins vegar verður endurkjörinn nú í hið fimmta sinn, þá verður það ekki með ekki með mínu atkvæði eða með atkvæðum þeirra sem ég þekki best. Reyndar yrði hann kjörinn að meirihluta til með atkvæðum fólks, sem aldrei hefur kosið hann áður, fólks, sem einungis hefur sýnt honum fyrirlitningu í gegn um tíðina. Pólitískt er Ólafur Ragnar genginn í björg með fallistanum úr Seðlabankanum, sem nú dundar sér við að ausa lágkúru yfir landslýð af ritstjórnarskristofum Morgunblaðsins, kostaður af útgerðinni. Sameinast hafa þessir kumpánar í andstöðu sinni við Evrópubandalagið og hefur Ólafur Ragnar lýst því yfir að hann þurfi að standa vörðinn til að það mál nái ekki fram að ganga og því verði hann einungis forseti „Nei-takk" manna. Hann vill ekki vera forsetinn minn. Hann ætlar sér að breyta forsetaembættinu í pólitískt baráttutæki, sem getur aldrei sameinað þjóðina um eitt eða neitt.Klappstýruhlutverkið Það var ömurlegt að horfa upp á forseta Íslands gerast klappstýra útrásarvíkinga með slíkum undirlægjuhætti, að þeir gerviauðmenn gengu inn og út á Bessatöðum haldandi PR-boð með erlendum silkihúfum, sækjandi verðlaun og orður fyrir hina eða þessa kúluhugdettuna þannig að æðsta embætti þjóðarinnar var orðið að gólfmottu nýfrjálshyggjunnar. Ice-safe ævintýri forsetans með 200 milljón króna þjóðaratkvæðagreiðslum í hvert skipti voru skelfileg. Forsetinn gumar af 90% samþykki þjóðarinnar í Ice-safe 1 kosningunni. Með 60% kosningaþátttöku gera 90% þó ekki meira en 54% atkvæðabærra manna, þannig að gaspur um samstöðu þjóðar er út í hött. Í Ice-safe 2 var ekki kosið um annað en það hvort verulega hagstæðir vaxtasamningar ættu að gilda eða ekki. Fjölda fólks var talið trú um að ef það felldi samninginn þá þyrfti Ísland ekkert að borga yfirleitt. Engin kosning fyrr né síðar hefur sýnt tilgangsleysi þess að setja flókin mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem múgsefjun gildir öðru fremur. Nú er ekki séð fyrir endann á því hvað þessi ömurlega vitleysa á eftir að kosta þjóðarbúið þar sem vaxtamál eru í lausu lofti, en þrotabú Landsbankans er langt komið að greiða skuldina sjálfa. Í glórulausri Evrópuandstöðu gumar forsetinn, nú síðast í opinberri heimsókn í Tékklandi, af kostum íslensku krónunnar í uppbyggingarstarfinu eftir hrun. Það er rétt að í þessari stöðu er krónan gulli betri og ríkisstjórnin hefur náð umtalsverðum árangri í endurreisnarstarfinu umfram önnur kreppulönd. Allt byggist þetta á stórkostlegu gengisfalli krónunnar eftir hrun á kostnað almennings, sem engist nú í skuldafjötrum. Hefðum við haft Evru í stað krónu við fall bankanna þá hefði engin gengisfelling orðið og skuldir almennings hefðu ekki breyst um eina einustu krónu. Svo mikið um dýrðarsöngva forsetans um ágæti krónunnar. Við þetta má þó bæta að hágengisstefna vopnabróður hans í seðlabankanum fyrir hrun hefur læst milljarða króna í eigu útlendinga inni í hagkerfinu þannig að við búum við gjaldeyrishöft, sem fáir geta hjálpað okkur út úr nema Evrópusambandið. Með viðvarandi gjaldeyrishöft er varla von til þess að almennilegt uppbyggingarstarf geti hafist sem leysi þjóðina úr viðjum atvinnuleysis. Forsetinn og skoðanabræður hans hafa ekki einungis komið þjóðinni á kaldan klaka heldur ætla þeir að berjast fyrir því að þetta verði viðvarandi ástand.Skítlegt eðli Það rak allt almennilegt fólk í rogastans þegar forsetinn hóf kosningabaráttu sína með leðjukasti í átt að Þóru Arnórsdóttur, sem þá lá á barnssæng. Aðdróttanir og særandi ummæli voru ekki spöruð, þannig að menn spurðu sig hvers konar ástand var eiginlega komið á. Það hefði vissulega orðið slæmt ef Þóra hefði ekki svarað þessum óhróðri af einstöku æðruleysi og kurteisi, en stuðningsmenn hennar hafa þó spurt sig af hverju hún hjólaði ekki í karlinn. Skynsemi viðbragða hennar eru þó fullkomlega skýr, því forseta í skítkasti viljum við ekki hafa og lýsa viðbrögð hennar fullkominni virðingu fyrir þessu æðsta embætti þjóðarinnar. Annar mjög trausvekjandi frambjóðandi til forseta er vissulega Ari Trausti Guðmundsson. Það ber einungis að harma að hann virðist ekki ætla að taka þátt í þessari kosningabaráttu, væntanlega sakir hógværðar og þess að framboð hans var seint á ferð. Ólafur Ragnar hefur á hinn bóginn glatað trausti flestra þeirra sem hafa skapað honum grundvöll til setu á forsetastóli undanfarin 16 ár. Hann er genginn í björg með fólki sem hingað til hafa alla jafna verið hans pólitísku andstæðingar. Ef skoðanakannanir ganga eftir eiga þessir nýju samherjar hans eftir að mynda nýja ríkisstjórn að ári og sitja þeir þá uppi með Ólaf. Einhver góður maður sagði að þar hæfði kjaftur skel.Ný framtíð Það liggur hins vegar í höndum kjósenda að skapa Íslandi nýja framtíð með ungri óspilltri glæsilegri konu sem forseta, sem gæti orðið lýsandi tákn þess að Íslendingar hristi af sér þessi gömlu innanmein hrunsins og sýni að þeir séu tilbúnir að ganga inn í þessa nýju framtíð með ferskt fólk í stafni. Þóra Arnórsdóttir er tilbúin til að vera forseti allra Íslendinga, en ekki að kljúfa þá í herðar niður í pólitískum deilum. Ég get a.m.k. ekki kosið mann sem vill ekki vera forsetinn minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna það að ég hef kosið Ólaf Ragnar Grímsson til forseta allt frá því að hann bauð sig fyrst fram til þess embættis. Ég og fjöldi vina minna hafa þannig stuðlað að því að hann hefur getað gengt þessari stöðu í 16 ár. Ef hann hins vegar verður endurkjörinn nú í hið fimmta sinn, þá verður það ekki með ekki með mínu atkvæði eða með atkvæðum þeirra sem ég þekki best. Reyndar yrði hann kjörinn að meirihluta til með atkvæðum fólks, sem aldrei hefur kosið hann áður, fólks, sem einungis hefur sýnt honum fyrirlitningu í gegn um tíðina. Pólitískt er Ólafur Ragnar genginn í björg með fallistanum úr Seðlabankanum, sem nú dundar sér við að ausa lágkúru yfir landslýð af ritstjórnarskristofum Morgunblaðsins, kostaður af útgerðinni. Sameinast hafa þessir kumpánar í andstöðu sinni við Evrópubandalagið og hefur Ólafur Ragnar lýst því yfir að hann þurfi að standa vörðinn til að það mál nái ekki fram að ganga og því verði hann einungis forseti „Nei-takk" manna. Hann vill ekki vera forsetinn minn. Hann ætlar sér að breyta forsetaembættinu í pólitískt baráttutæki, sem getur aldrei sameinað þjóðina um eitt eða neitt.Klappstýruhlutverkið Það var ömurlegt að horfa upp á forseta Íslands gerast klappstýra útrásarvíkinga með slíkum undirlægjuhætti, að þeir gerviauðmenn gengu inn og út á Bessatöðum haldandi PR-boð með erlendum silkihúfum, sækjandi verðlaun og orður fyrir hina eða þessa kúluhugdettuna þannig að æðsta embætti þjóðarinnar var orðið að gólfmottu nýfrjálshyggjunnar. Ice-safe ævintýri forsetans með 200 milljón króna þjóðaratkvæðagreiðslum í hvert skipti voru skelfileg. Forsetinn gumar af 90% samþykki þjóðarinnar í Ice-safe 1 kosningunni. Með 60% kosningaþátttöku gera 90% þó ekki meira en 54% atkvæðabærra manna, þannig að gaspur um samstöðu þjóðar er út í hött. Í Ice-safe 2 var ekki kosið um annað en það hvort verulega hagstæðir vaxtasamningar ættu að gilda eða ekki. Fjölda fólks var talið trú um að ef það felldi samninginn þá þyrfti Ísland ekkert að borga yfirleitt. Engin kosning fyrr né síðar hefur sýnt tilgangsleysi þess að setja flókin mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem múgsefjun gildir öðru fremur. Nú er ekki séð fyrir endann á því hvað þessi ömurlega vitleysa á eftir að kosta þjóðarbúið þar sem vaxtamál eru í lausu lofti, en þrotabú Landsbankans er langt komið að greiða skuldina sjálfa. Í glórulausri Evrópuandstöðu gumar forsetinn, nú síðast í opinberri heimsókn í Tékklandi, af kostum íslensku krónunnar í uppbyggingarstarfinu eftir hrun. Það er rétt að í þessari stöðu er krónan gulli betri og ríkisstjórnin hefur náð umtalsverðum árangri í endurreisnarstarfinu umfram önnur kreppulönd. Allt byggist þetta á stórkostlegu gengisfalli krónunnar eftir hrun á kostnað almennings, sem engist nú í skuldafjötrum. Hefðum við haft Evru í stað krónu við fall bankanna þá hefði engin gengisfelling orðið og skuldir almennings hefðu ekki breyst um eina einustu krónu. Svo mikið um dýrðarsöngva forsetans um ágæti krónunnar. Við þetta má þó bæta að hágengisstefna vopnabróður hans í seðlabankanum fyrir hrun hefur læst milljarða króna í eigu útlendinga inni í hagkerfinu þannig að við búum við gjaldeyrishöft, sem fáir geta hjálpað okkur út úr nema Evrópusambandið. Með viðvarandi gjaldeyrishöft er varla von til þess að almennilegt uppbyggingarstarf geti hafist sem leysi þjóðina úr viðjum atvinnuleysis. Forsetinn og skoðanabræður hans hafa ekki einungis komið þjóðinni á kaldan klaka heldur ætla þeir að berjast fyrir því að þetta verði viðvarandi ástand.Skítlegt eðli Það rak allt almennilegt fólk í rogastans þegar forsetinn hóf kosningabaráttu sína með leðjukasti í átt að Þóru Arnórsdóttur, sem þá lá á barnssæng. Aðdróttanir og særandi ummæli voru ekki spöruð, þannig að menn spurðu sig hvers konar ástand var eiginlega komið á. Það hefði vissulega orðið slæmt ef Þóra hefði ekki svarað þessum óhróðri af einstöku æðruleysi og kurteisi, en stuðningsmenn hennar hafa þó spurt sig af hverju hún hjólaði ekki í karlinn. Skynsemi viðbragða hennar eru þó fullkomlega skýr, því forseta í skítkasti viljum við ekki hafa og lýsa viðbrögð hennar fullkominni virðingu fyrir þessu æðsta embætti þjóðarinnar. Annar mjög trausvekjandi frambjóðandi til forseta er vissulega Ari Trausti Guðmundsson. Það ber einungis að harma að hann virðist ekki ætla að taka þátt í þessari kosningabaráttu, væntanlega sakir hógværðar og þess að framboð hans var seint á ferð. Ólafur Ragnar hefur á hinn bóginn glatað trausti flestra þeirra sem hafa skapað honum grundvöll til setu á forsetastóli undanfarin 16 ár. Hann er genginn í björg með fólki sem hingað til hafa alla jafna verið hans pólitísku andstæðingar. Ef skoðanakannanir ganga eftir eiga þessir nýju samherjar hans eftir að mynda nýja ríkisstjórn að ári og sitja þeir þá uppi með Ólaf. Einhver góður maður sagði að þar hæfði kjaftur skel.Ný framtíð Það liggur hins vegar í höndum kjósenda að skapa Íslandi nýja framtíð með ungri óspilltri glæsilegri konu sem forseta, sem gæti orðið lýsandi tákn þess að Íslendingar hristi af sér þessi gömlu innanmein hrunsins og sýni að þeir séu tilbúnir að ganga inn í þessa nýju framtíð með ferskt fólk í stafni. Þóra Arnórsdóttir er tilbúin til að vera forseti allra Íslendinga, en ekki að kljúfa þá í herðar niður í pólitískum deilum. Ég get a.m.k. ekki kosið mann sem vill ekki vera forsetinn minn.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun