Federer vann Wimbledon-mótið | Bið Breta lengist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 17:22 Nordic Photos / Getty Images Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið. Tennis Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið.
Tennis Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira