Murray með væntingar bresku þjóðarinnar á herðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 11:00 Nordic Photos / Getty Images Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma. Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma.
Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira