Pistill: Óskiljanlegar ákvarðanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2012 17:00 Mynd/Stefán Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30. Handbolti Pistillinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30.
Handbolti Pistillinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða