Villa reyndist vera í lista sem Ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í morgun yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin í fyrra. Villan fólst í því að það vantaði nokkra menn á listann. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er engu að síður skattakóngur annað árið í röð og Guðbjörg Astrid Skúladóttir er í öðru sæti.
Frímann Elvar Guðjónsson er í þriðja sæti með rúmar 129 milljónir greiddar á síðasta ári. Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, er í fjórða sæti með tæpar 117 milljónir og á eftir henni kemur Paul Jansen með tæpar 114 milljónir. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er líka á réttum lista. Hann er í fjórtánda sæti og greiddi rúmar 68 milljónir króna.
Skúli Mogensen er líka á réttum lista. Hann greiddi tæpar 85 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári.
Vísir birti frétt í morgun, byggða á upphaflegum upplýsingum frá Ríkisskattstjóra, um að þau Guðbjörg, Þorsteinn Már og Skúli væru ekki á listanum yfir skattakónga. Það er rangt, miðað við nýjustu upplýsingar, og hefur fréttin því verið tekin út. Ritstjórn Vísis harmar mistökin.
Villa í lista yfir skattakónga - Guðbjörg á meðal fimm efstu
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Vaktin: Tollar Trump valda usla
Viðskipti erlent

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu
Viðskipti erlent

Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll
Viðskipti erlent

Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta
Viðskipti innlent

Bæði vonbrigði og léttir
Viðskipti innlent

Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára
Viðskipti innlent

Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna
Viðskipti erlent

Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest
Viðskipti innlent

„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“
Viðskipti innlent

36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum
Viðskipti innlent