"Breið sátt um stjórnarskrárbreytingar stendur ekki til boða" 2. ágúst 2012 21:37 Alþingi. mynd/GVA Fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs segir nær ómögulegt að mynda breiða sátt um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir málið vera nú vera pólitískt og að gagnrýnendur tillaganna fjalli ekki um málið á efnislegum forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vék að stjórnarskránni í innsetningarræðu sinni í gær. Þar hvatti hann kjörna fulltrúa til að ná samstöðu um málið. „Þingið var í miklum vandræðum þegar komið var fram á vor á síðasta ári," segir Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs. „Sjálfstæðismenn voru ósáttir með þá ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm. Síðan þá hafa þeir verið í mótþróa og öll mál verið rammpólitísk.“Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs.Þá telur Ari að Framsókn hafi að sama skapi gengið of langt í mótþróa sínum við breytingar á stjórnarskrá. „Stjórnarskrármálið var og er ekki pólitískt mál, segir Ari. „Allir flokkar komu að málinu. Sjálfstæðismenn komu jafnvel að því að skipuleggja þjóðfundinn og unnu að heilindum í málinu." Ari telur að efnisleg umræða um tillögur stjórnarráðs hafi í raun ekki farið fram. Hann telur málið vera í hnút, ekki af efnislegum ástæðum heldur pólitískum. „Margir tala um að breið sátt verði að vera um breytingar á stjórnarskrá. Staðreyndin er sú að sú sátt er einfaldlega ekki í boði. Þetta er náttúrulega dapurlegt enda tel ég að flestir viðurkenni að full þörf hafi verið á að laga stjórnarskránna." Þá bendir Ari á að á því tímabili sem liðið er frá því að tillögunum var skilað, þá hafi enginn bent efnislega á þætti sem vert væri að breyta. „Þeir eiga það sameiginlegt sem gagnrýnt hafa tillögurnar að hafa ekki komið hugmyndir um hvernig hlutirnir ættu að vera í staðinn," segir Ari. Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs segir nær ómögulegt að mynda breiða sátt um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir málið vera nú vera pólitískt og að gagnrýnendur tillaganna fjalli ekki um málið á efnislegum forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vék að stjórnarskránni í innsetningarræðu sinni í gær. Þar hvatti hann kjörna fulltrúa til að ná samstöðu um málið. „Þingið var í miklum vandræðum þegar komið var fram á vor á síðasta ári," segir Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs. „Sjálfstæðismenn voru ósáttir með þá ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm. Síðan þá hafa þeir verið í mótþróa og öll mál verið rammpólitísk.“Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs.Þá telur Ari að Framsókn hafi að sama skapi gengið of langt í mótþróa sínum við breytingar á stjórnarskrá. „Stjórnarskrármálið var og er ekki pólitískt mál, segir Ari. „Allir flokkar komu að málinu. Sjálfstæðismenn komu jafnvel að því að skipuleggja þjóðfundinn og unnu að heilindum í málinu." Ari telur að efnisleg umræða um tillögur stjórnarráðs hafi í raun ekki farið fram. Hann telur málið vera í hnút, ekki af efnislegum ástæðum heldur pólitískum. „Margir tala um að breið sátt verði að vera um breytingar á stjórnarskrá. Staðreyndin er sú að sú sátt er einfaldlega ekki í boði. Þetta er náttúrulega dapurlegt enda tel ég að flestir viðurkenni að full þörf hafi verið á að laga stjórnarskránna." Þá bendir Ari á að á því tímabili sem liðið er frá því að tillögunum var skilað, þá hafi enginn bent efnislega á þætti sem vert væri að breyta. „Þeir eiga það sameiginlegt sem gagnrýnt hafa tillögurnar að hafa ekki komið hugmyndir um hvernig hlutirnir ættu að vera í staðinn," segir Ari.
Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira