Á næstu mánuðum fer að skýrast hverjir það verða sem munu gefa kost á sér á framboðslista stjórnmálaflokkanna fyrir næstu alþingiskosningar.
Nú þegar hafa nokkur nöfn verið tengd oddvitastöðum á framboðslistum í kjördæmum landsins. Nýju framboðin eru ekki frábrugðin fjórflokknum í þessum efnum.
Akureyri vikublað birtir frétt á vef sínum um að Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins og starfsmaður Neytendasamtak-anna nyrðra, muni líklegast leiða lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi.
Brynhildur vildi ekki staðfesta það og benti á að enginn flokkur hefði lagt fram framboðslista. Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttablaðið.
Efst á lista Bjartrar framtíðar fyrir norðan
