Ferðamenn grétu af hræðslu - aðrir upplifðu ævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2012 19:30 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira