Íslenska lögreglan hóf rannsókn á risavöxnu fíkniefnamáli Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. september 2012 20:00 Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira