Fríða Rún: Draumur sem allar stelpur vilja upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2012 19:45 Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan. Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan.
Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira