Kofinn fluttur frá Hrunakróki Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2012 07:00 Eina og Veiðivísir greindi frá fyrir stuttu verður frægur veiðikofi fjöllistamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal við Stóru-Laxá í Hreppum endurgerður í upprunalegri mynd. Um samstarfsverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og leigutaka árinnar, Lax-ár, er að ræða, en kofinn hefur öðlast sess sem eitt helsta kennileiti árinnar í huga veiðimanna sem venja komur sínar á veiðisvæðið. Kofinn á að verða verða minnsta sögusafn á Íslandi; en líka lítil kaffistofa þar sem gestir og gangandi geta hellt sér upp á te eða kaffi á kamínu eins og var notuð í gamla daga. Þarna verður tækifæri til að skoða gamlar myndir og til að glugga í bækur. Veiðimenn geta svo hallað sér þarna í hvíldinni þegar þeir eru að veiða Hrunakrók og upplifað stemninguna á þessum fallega stað. Saga kofans er merkileg. Upphaflega var hann settur upp sem varðkofi við Ölfusárbrú í stríðinu en upp úr 1940 flutti Guðmundur frá Miðdal og félagar hans, húsið upp á Hrunakrók og nýttu það í mörg ár þegar haldið var til veiða. Húsið verður trúlega minnsta veiðihús landsins en tilkoma þess kærkomin veiðimönnum, helst fyrir þær sakir að um tíu kílómetrar eru í næsta veiðihús í Laxárdal. Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðifélags Stóru-Laxár, tók nokkrar myndir af því þegar kofinn var tekinn upp og fluttur frá Hrunakróki í haust en unnið verður að endurgerð veiðikofans í vetur. Veiðivísi langar að deila þessum myndum með lesendum um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. [email protected] Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði
Eina og Veiðivísir greindi frá fyrir stuttu verður frægur veiðikofi fjöllistamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal við Stóru-Laxá í Hreppum endurgerður í upprunalegri mynd. Um samstarfsverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og leigutaka árinnar, Lax-ár, er að ræða, en kofinn hefur öðlast sess sem eitt helsta kennileiti árinnar í huga veiðimanna sem venja komur sínar á veiðisvæðið. Kofinn á að verða verða minnsta sögusafn á Íslandi; en líka lítil kaffistofa þar sem gestir og gangandi geta hellt sér upp á te eða kaffi á kamínu eins og var notuð í gamla daga. Þarna verður tækifæri til að skoða gamlar myndir og til að glugga í bækur. Veiðimenn geta svo hallað sér þarna í hvíldinni þegar þeir eru að veiða Hrunakrók og upplifað stemninguna á þessum fallega stað. Saga kofans er merkileg. Upphaflega var hann settur upp sem varðkofi við Ölfusárbrú í stríðinu en upp úr 1940 flutti Guðmundur frá Miðdal og félagar hans, húsið upp á Hrunakrók og nýttu það í mörg ár þegar haldið var til veiða. Húsið verður trúlega minnsta veiðihús landsins en tilkoma þess kærkomin veiðimönnum, helst fyrir þær sakir að um tíu kílómetrar eru í næsta veiðihús í Laxárdal. Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðifélags Stóru-Laxár, tók nokkrar myndir af því þegar kofinn var tekinn upp og fluttur frá Hrunakróki í haust en unnið verður að endurgerð veiðikofans í vetur. Veiðivísi langar að deila þessum myndum með lesendum um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. [email protected]
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði