Kofinn fluttur frá Hrunakróki Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2012 07:00 Eina og Veiðivísir greindi frá fyrir stuttu verður frægur veiðikofi fjöllistamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal við Stóru-Laxá í Hreppum endurgerður í upprunalegri mynd. Um samstarfsverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og leigutaka árinnar, Lax-ár, er að ræða, en kofinn hefur öðlast sess sem eitt helsta kennileiti árinnar í huga veiðimanna sem venja komur sínar á veiðisvæðið. Kofinn á að verða verða minnsta sögusafn á Íslandi; en líka lítil kaffistofa þar sem gestir og gangandi geta hellt sér upp á te eða kaffi á kamínu eins og var notuð í gamla daga. Þarna verður tækifæri til að skoða gamlar myndir og til að glugga í bækur. Veiðimenn geta svo hallað sér þarna í hvíldinni þegar þeir eru að veiða Hrunakrók og upplifað stemninguna á þessum fallega stað. Saga kofans er merkileg. Upphaflega var hann settur upp sem varðkofi við Ölfusárbrú í stríðinu en upp úr 1940 flutti Guðmundur frá Miðdal og félagar hans, húsið upp á Hrunakrók og nýttu það í mörg ár þegar haldið var til veiða. Húsið verður trúlega minnsta veiðihús landsins en tilkoma þess kærkomin veiðimönnum, helst fyrir þær sakir að um tíu kílómetrar eru í næsta veiðihús í Laxárdal. Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðifélags Stóru-Laxár, tók nokkrar myndir af því þegar kofinn var tekinn upp og fluttur frá Hrunakróki í haust en unnið verður að endurgerð veiðikofans í vetur. Veiðivísi langar að deila þessum myndum með lesendum um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. [email protected] Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði
Eina og Veiðivísir greindi frá fyrir stuttu verður frægur veiðikofi fjöllistamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal við Stóru-Laxá í Hreppum endurgerður í upprunalegri mynd. Um samstarfsverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og leigutaka árinnar, Lax-ár, er að ræða, en kofinn hefur öðlast sess sem eitt helsta kennileiti árinnar í huga veiðimanna sem venja komur sínar á veiðisvæðið. Kofinn á að verða verða minnsta sögusafn á Íslandi; en líka lítil kaffistofa þar sem gestir og gangandi geta hellt sér upp á te eða kaffi á kamínu eins og var notuð í gamla daga. Þarna verður tækifæri til að skoða gamlar myndir og til að glugga í bækur. Veiðimenn geta svo hallað sér þarna í hvíldinni þegar þeir eru að veiða Hrunakrók og upplifað stemninguna á þessum fallega stað. Saga kofans er merkileg. Upphaflega var hann settur upp sem varðkofi við Ölfusárbrú í stríðinu en upp úr 1940 flutti Guðmundur frá Miðdal og félagar hans, húsið upp á Hrunakrók og nýttu það í mörg ár þegar haldið var til veiða. Húsið verður trúlega minnsta veiðihús landsins en tilkoma þess kærkomin veiðimönnum, helst fyrir þær sakir að um tíu kílómetrar eru í næsta veiðihús í Laxárdal. Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðifélags Stóru-Laxár, tók nokkrar myndir af því þegar kofinn var tekinn upp og fluttur frá Hrunakróki í haust en unnið verður að endurgerð veiðikofans í vetur. Veiðivísi langar að deila þessum myndum með lesendum um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. [email protected]
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði