Verndun svartfugla Svandís Svavarsdóttir skrifar 5. janúar 2012 06:00 Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur hefur verið hjá lundastofninum í nokkur ár og á síðasta ári varð algjört hrun í varpi hans, nema á Norðurlandi. Vegna þessa skipaði ég starfshóp í september sl. til að gera tillögur um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag, en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu fimm árin. Þessar fimm tegundir eru álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista. Starfshópurinn telur eina helstu orsök hnignunar stofnanna vera fæðuskort. Svartfuglar lifa á sandsílum, fiskitegund sem virðist hafa fært sig til í sjónum umhverfis landið á síðustu árum. Þetta er mögulega varanleg afleiðing loftslagsbreytinga, en vonandi tímabundin sveifla í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tímabundið bann við veiðum muni draga úr fækkun í stofnunum og flýta fyrir endurreisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt til að tíminn verði nýttur til að afla betri upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær og vakta, til þess að bæta megi verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur. Þannig háttar um veiðar á þessum fimm tegundum, að þær teljast til hlunnindaveiða í villidýralögunum, þannig að almenn friðunarákvæði laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn leggur til að þessu ákvæði verði breytt og umhverfisráðherra geti með nýrri heimild stýrt veiðunum með reglugerð, líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu svartfuglategundanna með afgerandi hætti. Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar. Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt að samspil manns og náttúrunnar byggi á ábyrgð og þekkingu. Tillögur hópsins byggja í meginatriðum á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi að njóta vafans, að frekari þekkingar sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka afstöðu með lífríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur hefur verið hjá lundastofninum í nokkur ár og á síðasta ári varð algjört hrun í varpi hans, nema á Norðurlandi. Vegna þessa skipaði ég starfshóp í september sl. til að gera tillögur um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag, en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu fimm árin. Þessar fimm tegundir eru álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista. Starfshópurinn telur eina helstu orsök hnignunar stofnanna vera fæðuskort. Svartfuglar lifa á sandsílum, fiskitegund sem virðist hafa fært sig til í sjónum umhverfis landið á síðustu árum. Þetta er mögulega varanleg afleiðing loftslagsbreytinga, en vonandi tímabundin sveifla í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tímabundið bann við veiðum muni draga úr fækkun í stofnunum og flýta fyrir endurreisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt til að tíminn verði nýttur til að afla betri upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær og vakta, til þess að bæta megi verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur. Þannig háttar um veiðar á þessum fimm tegundum, að þær teljast til hlunnindaveiða í villidýralögunum, þannig að almenn friðunarákvæði laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn leggur til að þessu ákvæði verði breytt og umhverfisráðherra geti með nýrri heimild stýrt veiðunum með reglugerð, líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu svartfuglategundanna með afgerandi hætti. Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar. Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt að samspil manns og náttúrunnar byggi á ábyrgð og þekkingu. Tillögur hópsins byggja í meginatriðum á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi að njóta vafans, að frekari þekkingar sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka afstöðu með lífríkinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun