Grænu bílalánin njóta vinsælda hjá viðskiptavinum Ergo 11. janúar 2012 16:00 Ásthildur Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá Ergo, segir markmið Ergo að aðstoða viðskiptavini við að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl og að styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. Mynd/bernhard kristinn Grænu lánin hafa hlotið frábærar viðtökur,“ segir Ásthildur Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá Ergo, en svokölluð græn lán eru til fjármögnunar á þeim bílum sem losa 0-120 g CO2 á hvern ekinn kílómetra. Ergo hefur frá upphafi boðið viðskiptavinum sínum græn lán og hafa þau verið helmingur lána til einstaklinga. „Við höfum því ákveðið að framlengja sérkjör við fjármögnun á þessum bílum og fellum niður lántökugjöld vegna grænna bílalána út júnímánuð 2012,“ útskýrir Ásthildur. Á síðustu árum hefur eldsneytiskostnaður í heiminum aukist og bílaframleiðendur hafa í auknum mæli farið að framleiða bíla sem eyða minna eldsneyti og menga minna. Ásthildur segir það markmið Ergo að aðstoða viðskiptavini við að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl og að styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. „Fólk er einnig farið að spá mun meira í rekstrarkostnaðinn við bíl og samanburður milli ára sýnir að meðaleyðslugildi á nýskráðum bílum hefur á einu ári lækkað úr 7,9 l/100 km í 5,6 l/100 km. Meðalútblástursgildi hafa einnig lækkað um það bil um 50 g/km. Ergo vill styðja við þessa þróun og hjálpa viðskiptavinum sínum að spara, vernda umhverfið og efla þjóðarhag með því að fjármagna nýrri bíla sem að eyða og menga minna,“ segir Ásthildur og bendir heimasíðu Ergo, ergo.is, til upplýsinga. „Á vef Ergo höfum við lagt mikla áherslu á að hafa góðar reiknivélar þar sem viðskiptavinir geta reiknað bílalán út frá sínum forsendum til dæmis hvað þeir geta greitt á mánuði, hvað þeir eiga mikla útborgun eða eftir verði bílsins,“ segir Ásthildur. „Einnig eru þar „grænar“ reiknivélar frá Orkusetri, sem sýna svart á hvítu hvernig val á sparneytnum bíl getur sparað háar fjárhæðir. Þar er meðal annars hægt að sjá hversu miklu bíllinn þinn eyðir í bensín og hversu mikið hann mengar. Einnig er hægt að sjá samanburð á eyðslu, útblæstri og bifreiðagjöldum bíltegunda auk þess sem bíllinn þinn getur fengið eyðslueinkunn eftir því hvað hann eyðir miklu eldsneyti. Það er athyglisvert hvað grænu lánin okkar hafa fengið mikla athygli og hvað landinn er í meiri mæli farinn að velta eyðslu- og umhverfisþáttum fyrir sér. Við sjáum þetta einnig í fjármögnun á öðrum vistvænum verkefnum,“ segir Ásthildur. Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
Grænu lánin hafa hlotið frábærar viðtökur,“ segir Ásthildur Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá Ergo, en svokölluð græn lán eru til fjármögnunar á þeim bílum sem losa 0-120 g CO2 á hvern ekinn kílómetra. Ergo hefur frá upphafi boðið viðskiptavinum sínum græn lán og hafa þau verið helmingur lána til einstaklinga. „Við höfum því ákveðið að framlengja sérkjör við fjármögnun á þessum bílum og fellum niður lántökugjöld vegna grænna bílalána út júnímánuð 2012,“ útskýrir Ásthildur. Á síðustu árum hefur eldsneytiskostnaður í heiminum aukist og bílaframleiðendur hafa í auknum mæli farið að framleiða bíla sem eyða minna eldsneyti og menga minna. Ásthildur segir það markmið Ergo að aðstoða viðskiptavini við að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl og að styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. „Fólk er einnig farið að spá mun meira í rekstrarkostnaðinn við bíl og samanburður milli ára sýnir að meðaleyðslugildi á nýskráðum bílum hefur á einu ári lækkað úr 7,9 l/100 km í 5,6 l/100 km. Meðalútblástursgildi hafa einnig lækkað um það bil um 50 g/km. Ergo vill styðja við þessa þróun og hjálpa viðskiptavinum sínum að spara, vernda umhverfið og efla þjóðarhag með því að fjármagna nýrri bíla sem að eyða og menga minna,“ segir Ásthildur og bendir heimasíðu Ergo, ergo.is, til upplýsinga. „Á vef Ergo höfum við lagt mikla áherslu á að hafa góðar reiknivélar þar sem viðskiptavinir geta reiknað bílalán út frá sínum forsendum til dæmis hvað þeir geta greitt á mánuði, hvað þeir eiga mikla útborgun eða eftir verði bílsins,“ segir Ásthildur. „Einnig eru þar „grænar“ reiknivélar frá Orkusetri, sem sýna svart á hvítu hvernig val á sparneytnum bíl getur sparað háar fjárhæðir. Þar er meðal annars hægt að sjá hversu miklu bíllinn þinn eyðir í bensín og hversu mikið hann mengar. Einnig er hægt að sjá samanburð á eyðslu, útblæstri og bifreiðagjöldum bíltegunda auk þess sem bíllinn þinn getur fengið eyðslueinkunn eftir því hvað hann eyðir miklu eldsneyti. Það er athyglisvert hvað grænu lánin okkar hafa fengið mikla athygli og hvað landinn er í meiri mæli farinn að velta eyðslu- og umhverfisþáttum fyrir sér. Við sjáum þetta einnig í fjármögnun á öðrum vistvænum verkefnum,“ segir Ásthildur.
Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira