Leikkonan Rooney Mara fer með hlutverk Lisbeth Salander í kvikmyndinni The Girl with the Dragon Tattoo sem byggð er á þríleik Stiegs Larsson. Mara hefur verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í flokki Bestu leikkvennanna fyrir hlutverkið.
Mara sagði persónuna Lisbeth Salander hafa haft töluverð áhrif á líf sitt og fatasmekk. Hún hefur verið iðin við að kynna myndina ásamt mótleikara sínum, Daniel Craig, og er áhugavert að skoða kjólaval leikkonunnar.

