Rangfærslum svarað Sigmar Guðmundsson skrifar 18. janúar 2012 06:00 Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé „lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða". Allir áhorfendur Kastljóss sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir Jóhannesson fékk mikið rými fyrir athugasemdir sínar í þættinum. Hann vildi reyndar ekki koma í viðtal, en Kastljós vann innslag um þær athugasemdir sem hann vildi koma á framfæri eftir að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við hann sama dag. Jón Ásgeir fékk því að sjálfsögðu að svara þeim atriðum sem Kastljós fjallaði um upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Lárusi Welding stóð það einnig til boða og líka Katrínu Pétursdóttur, fyrrum stjórnarmanni í Glitni, en þau svöruðu ekki skilaboðum Kastljóss. Kristín skautar einnig fram hjá því að á RÚV hefur talsvert verið fjallað um stefnu slitastjórnar í Bandaríkjunum. Niðurstöðum þess málareksturs hafa verið gerð ágæt skil og því fremur langsótt að gefa í skyn að á Glitnismenn halli í því. Auðvitað birtir RÚV fréttir upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Skárra væri það nú! Kastljós og fréttastofa RÚV gera áhorfendum sínum að sjálfsögðu grein fyrir slíkri frétt um leið og hún liggur fyrir. Og þess er vandlega gætt að þeir sem fjallað er um fái tækifæri til að svara. Kristín vísar mikið í þau gildi sem voru viðhöfð þegar hún vann á RÚV. Þau hafa ekki breyst og það skal fullyrt hér að Kristín Þorsteinsdóttir hefði ekki legið á slíkri frétt, enda ekki þekkt fyrir að sitja á skúbbum sínum. Hitt er síðan rétt sem Kristín segir að skilanefndar- og slitastjórnarmenn mættu vera mun duglegri við að mæta í viðtöl og eftir atvikum svara fjölmiðlamönnum. En það gildir líka um þá menn sem Kristín er nú að verja. Fyrrum starfsmenn föllnu bankanna, eigendur þeirra og stjórnendur, svara líka seint og illa og neita að mæta í viðtöl. Og Kristín segir að á þeim tíma sem hún vann á RÚV hafi „drottningarviðtöl" ekki verið komin til sögunnar. Stutt leit í fréttasafni RÚV segir nú reyndar þá sögu að viðtöl þar sem spyrill er einn með viðmælanda hafa tíðkast hér um áratuga skeið, rétt eins og annarstaðar. Kristín tók líka þannig viðtöl, bæði við stjórnmálamenn og aðra. Grein Kristínar er samstofna grein sem níu lögmenn skrifuðu á dögunum eftir að Kastljós fjallaði um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Þar var stefið það sama; vondir fjölmiðlar eru ósanngjarnir við stjórnendur og eigendur föllnu bankanna sem ekki fá að bera hönd fyrir höfuð sér. Á einhvern undraverðan hátt tókst níu sprenglærðum lögmönnum að „gleyma" því að í þeirri umfjöllun Kastljóss var öllum þeim sem fjallað var um boðið að tjá sig eða koma með athugasemdir. Enginn þáði það. Svo er vaðið fram á ritvöllinn og kvartað undan „einhliða" umfjöllun! Almenningur í þessu landi á rétt á því að vita hvers vegna hér varð heilt bankahrun. Þau mál eru nú til meðferðar hjá rannsakendum og dómstólum og það er skylda fjölmiðla að fjalla um þau. Stundum komast fjölmiðlar yfir upplýsingar sem ekki eru opinberar. Þá á fjölmiðillinn að meta hvort efnið sé fréttnæmt og eigi erindi til almennings. Og stefna slitastjórnar Glitnis og kærur fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara eru fréttnæmar. Viðbrögð stefndra og sakborninga einnig. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé „lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða". Allir áhorfendur Kastljóss sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir Jóhannesson fékk mikið rými fyrir athugasemdir sínar í þættinum. Hann vildi reyndar ekki koma í viðtal, en Kastljós vann innslag um þær athugasemdir sem hann vildi koma á framfæri eftir að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við hann sama dag. Jón Ásgeir fékk því að sjálfsögðu að svara þeim atriðum sem Kastljós fjallaði um upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Lárusi Welding stóð það einnig til boða og líka Katrínu Pétursdóttur, fyrrum stjórnarmanni í Glitni, en þau svöruðu ekki skilaboðum Kastljóss. Kristín skautar einnig fram hjá því að á RÚV hefur talsvert verið fjallað um stefnu slitastjórnar í Bandaríkjunum. Niðurstöðum þess málareksturs hafa verið gerð ágæt skil og því fremur langsótt að gefa í skyn að á Glitnismenn halli í því. Auðvitað birtir RÚV fréttir upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Skárra væri það nú! Kastljós og fréttastofa RÚV gera áhorfendum sínum að sjálfsögðu grein fyrir slíkri frétt um leið og hún liggur fyrir. Og þess er vandlega gætt að þeir sem fjallað er um fái tækifæri til að svara. Kristín vísar mikið í þau gildi sem voru viðhöfð þegar hún vann á RÚV. Þau hafa ekki breyst og það skal fullyrt hér að Kristín Þorsteinsdóttir hefði ekki legið á slíkri frétt, enda ekki þekkt fyrir að sitja á skúbbum sínum. Hitt er síðan rétt sem Kristín segir að skilanefndar- og slitastjórnarmenn mættu vera mun duglegri við að mæta í viðtöl og eftir atvikum svara fjölmiðlamönnum. En það gildir líka um þá menn sem Kristín er nú að verja. Fyrrum starfsmenn föllnu bankanna, eigendur þeirra og stjórnendur, svara líka seint og illa og neita að mæta í viðtöl. Og Kristín segir að á þeim tíma sem hún vann á RÚV hafi „drottningarviðtöl" ekki verið komin til sögunnar. Stutt leit í fréttasafni RÚV segir nú reyndar þá sögu að viðtöl þar sem spyrill er einn með viðmælanda hafa tíðkast hér um áratuga skeið, rétt eins og annarstaðar. Kristín tók líka þannig viðtöl, bæði við stjórnmálamenn og aðra. Grein Kristínar er samstofna grein sem níu lögmenn skrifuðu á dögunum eftir að Kastljós fjallaði um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Þar var stefið það sama; vondir fjölmiðlar eru ósanngjarnir við stjórnendur og eigendur föllnu bankanna sem ekki fá að bera hönd fyrir höfuð sér. Á einhvern undraverðan hátt tókst níu sprenglærðum lögmönnum að „gleyma" því að í þeirri umfjöllun Kastljóss var öllum þeim sem fjallað var um boðið að tjá sig eða koma með athugasemdir. Enginn þáði það. Svo er vaðið fram á ritvöllinn og kvartað undan „einhliða" umfjöllun! Almenningur í þessu landi á rétt á því að vita hvers vegna hér varð heilt bankahrun. Þau mál eru nú til meðferðar hjá rannsakendum og dómstólum og það er skylda fjölmiðla að fjalla um þau. Stundum komast fjölmiðlar yfir upplýsingar sem ekki eru opinberar. Þá á fjölmiðillinn að meta hvort efnið sé fréttnæmt og eigi erindi til almennings. Og stefna slitastjórnar Glitnis og kærur fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara eru fréttnæmar. Viðbrögð stefndra og sakborninga einnig. Svo einfalt er það.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun