Kafteinn Evrópa og þjóðernishyggjan Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun