Flugfarþegar eiga rétt á ákveðinni þjónustu af hálfu flugfélaga ef flugi þeirra seinkar eða því er aflýst vegna veðurs.
Vegna mikillar snjókomu undanfarna daga hefur mikið verið um seinkanir á innanlands- og millilandaflugi. Vilja Neytendasamtökin því minna á að farþegar eiga rétt á að fá upplýsingar frá flugfélögum og í sumum tilvikum mat, ferðir og gistingu.
Fólk á einnig að geta fengið flugmiða sína endurgreidda ef seinkun er mikil. Samtökin telja þó rétt að taka fram að sé endurgreiðsla valin, fellur niður réttur til matar, ferða og gistingar.- sv

