Má gera okkur öllum upp skoðanir? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Hæfileikafólk á Íslandi er álíka margt og í þrjú hundruð þúsund manna borg annars staðar í heiminum, sagði Willem Buiter, hagfræðingur á hagfræðingaráðstefnunni í Hörpu í haust. Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Fyrir vikið nær hæfileikafólk oft ótrúlegum tökum á íslensku umhverfi. Það fær svo litla samkeppni. Tökum Egil Helgason sem dæmi. Í mínum huga er engum blöðum um það að fletta að hann er þar sem hann er fyrir verðleika. Hann er manna fróðastur, víðlesinn, talar mörg tungumál, getur verið skemmtilegur og er afskaplega ljúfur og afslappaður á skjánum. Allt eru þetta kostir sem prýða góðan sjónvarpsmann, mikinn hæfileikamann. En okkur vantar fleiri með hæfileika eins og hans. Egill er samt ekkert öðru vísi en við hin, breyskur og með afar fastmótaðar og stundum einstrengingslegar hugmyndir um lífið og tilveruna. Það finnst mér. Ef það væru 10 til 15 jafnokar Egils á íslenskum ljósvaka skiptu hleypidómar hans í sjálfu sér litlu. Jafnokarnir myndu veita honum mótvægi. En Egill er eiginlega einn, í það minnsta er hann í stöðu sem enginn annar hefur. Hann er eins og Styrmir og Matthías á blómaskeiði Moggans, en ríkisrekinn. Í mörg ár hefur varla komið til landsins sérfræðingur sem nöfnum tjáir að nefna öðru vísi en hann hafi farið í þáttinn til Egils. Hann hefur orðið nokkurs konar sía á útlenda fræðimenn sem hafa tjáð sig um það gerningaveður, sem gengið hefur yfir landið. Mörg viðtölin hafa verið hreint frábær – enda varla hægt að klúðra viðtali við suma þessa vitringa ef maður kann útlensku. En vitaskuld lita viðhorf Egils viðtölin. Það er bara eðli málsins samkvæmt. Svo kallar hann til frekar einsleitan hóp álitsgjafa. Honum er vorkunn að því leyti, að það eru tiltölulega fáir með liðugt málbein sem eru reiðubúnir að tjá sig reglulega um menn og málefni á ljósvakanum. Það veit ég af eigin raun. Og þeir virka stundum best í sjónvarpi sem eru reiðubúnir að slá um sig með sleggjudómum – kaldir kallar sem þykjast hafa allt á hreinu. En gallinn er bara sá, að sjaldnast er veruleikinn á hreinu. Og eins og á öðrum sviðum, svo ég vitni aftur til Buiters, takmarkar fámennið framboð á fólki sem hefur komist að ígrundaðri niðurstöðu. Egill hefur nú sýnt mér þann heiður að svara tvívegis greinastúf sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir nokkrum dögum. Þar lét ég í ljós efasemdir um að við værum á réttri braut í uppgjöri á hruninu. Ég taldi og tel að við horfum of mikið á meinta glæpi. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur, að starfsfólk sérstaks saksóknara upplifi hlutina með svipuðum hætti og ég. Þess vegna séu ekki komnar fram ákærurnar sem voru boðaðar. Þau sitji og klóri sér í hausnum af því þau hafi komist að því að sakarefnin, sem áttu að blasa við, séu einfaldlega ekki fyrir hendi. Að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem þau bjuggust við. Ef rétt er þá er ekki til einskis af stað farið. En fyrst ég er að tala um Egil get ég ekki látið hjá líða að nefna, að í seinna svari hans við greinarstúfi mínum kom fram sjónarmið sem mér finnst ógeðfellt. Og ég held að við nánari skoðun sé hann mér sammála. En hann skrifar: „Ég held reyndar að Kristín sé vísvitandi að mikla þetta fyrir sér – embætti sérstaks saksóknara starfar tímabundið að rannsóknum á atburðum sem gerðust á stuttu tímabili. Þegar þeim er lokið verður væntanlega settur punktur við þessi mál – þá munum við vonandi eiga hér nothæfa stofnun sem rannsakar efnahagsbrot. Því hefur ekki áður verið til að dreifa.” Ég held að það sé misskilningur hjá Agli, að stjórnvöld hafi ætlað að gera þá sem verið er að rannsaka að tilraunadýrum. Slíkt get ég séð fyrir mér í Íran en ekki á Íslandi. Ég vil benda Agli á, að sakborningar í sakamálum eru lifandi fólk, sem telst saklaust uns sekt er sönnuð. En Egill er þess umkominn að kveða upp úr um sekt og segir í fyrri grein: „…þegar klíka manna stundar stórfelldar og kerfisbundnar falsanir og blekkingar til að komast yfir fjármagn annars fólks og setur heilt samfélag á hliðina – að þá eigi lögin ekki við. Það er dálítið langsótt kenning.“ Það hrína náttúrulega engin rök á þeim sem veit. Ég bæti því við, að mér finnst dónalegt, að tala um að ég sé vísvitandi að mikla hlutina fyrir mér. Af hverju ætti ég að gera það? Ég þykist vita, að Egill leyfi sér að draga þá ályktun vegna þess að ég vann hjá Baugi. Ég vek athygli Egils á að eitt sinn unnu yfir 60 þúsund manns hjá Baugi og tengdum fyrirtækjum. Finnst honum í lagi að gera okkur öllum upp skoðanir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hæfileikafólk á Íslandi er álíka margt og í þrjú hundruð þúsund manna borg annars staðar í heiminum, sagði Willem Buiter, hagfræðingur á hagfræðingaráðstefnunni í Hörpu í haust. Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Fyrir vikið nær hæfileikafólk oft ótrúlegum tökum á íslensku umhverfi. Það fær svo litla samkeppni. Tökum Egil Helgason sem dæmi. Í mínum huga er engum blöðum um það að fletta að hann er þar sem hann er fyrir verðleika. Hann er manna fróðastur, víðlesinn, talar mörg tungumál, getur verið skemmtilegur og er afskaplega ljúfur og afslappaður á skjánum. Allt eru þetta kostir sem prýða góðan sjónvarpsmann, mikinn hæfileikamann. En okkur vantar fleiri með hæfileika eins og hans. Egill er samt ekkert öðru vísi en við hin, breyskur og með afar fastmótaðar og stundum einstrengingslegar hugmyndir um lífið og tilveruna. Það finnst mér. Ef það væru 10 til 15 jafnokar Egils á íslenskum ljósvaka skiptu hleypidómar hans í sjálfu sér litlu. Jafnokarnir myndu veita honum mótvægi. En Egill er eiginlega einn, í það minnsta er hann í stöðu sem enginn annar hefur. Hann er eins og Styrmir og Matthías á blómaskeiði Moggans, en ríkisrekinn. Í mörg ár hefur varla komið til landsins sérfræðingur sem nöfnum tjáir að nefna öðru vísi en hann hafi farið í þáttinn til Egils. Hann hefur orðið nokkurs konar sía á útlenda fræðimenn sem hafa tjáð sig um það gerningaveður, sem gengið hefur yfir landið. Mörg viðtölin hafa verið hreint frábær – enda varla hægt að klúðra viðtali við suma þessa vitringa ef maður kann útlensku. En vitaskuld lita viðhorf Egils viðtölin. Það er bara eðli málsins samkvæmt. Svo kallar hann til frekar einsleitan hóp álitsgjafa. Honum er vorkunn að því leyti, að það eru tiltölulega fáir með liðugt málbein sem eru reiðubúnir að tjá sig reglulega um menn og málefni á ljósvakanum. Það veit ég af eigin raun. Og þeir virka stundum best í sjónvarpi sem eru reiðubúnir að slá um sig með sleggjudómum – kaldir kallar sem þykjast hafa allt á hreinu. En gallinn er bara sá, að sjaldnast er veruleikinn á hreinu. Og eins og á öðrum sviðum, svo ég vitni aftur til Buiters, takmarkar fámennið framboð á fólki sem hefur komist að ígrundaðri niðurstöðu. Egill hefur nú sýnt mér þann heiður að svara tvívegis greinastúf sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir nokkrum dögum. Þar lét ég í ljós efasemdir um að við værum á réttri braut í uppgjöri á hruninu. Ég taldi og tel að við horfum of mikið á meinta glæpi. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur, að starfsfólk sérstaks saksóknara upplifi hlutina með svipuðum hætti og ég. Þess vegna séu ekki komnar fram ákærurnar sem voru boðaðar. Þau sitji og klóri sér í hausnum af því þau hafi komist að því að sakarefnin, sem áttu að blasa við, séu einfaldlega ekki fyrir hendi. Að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem þau bjuggust við. Ef rétt er þá er ekki til einskis af stað farið. En fyrst ég er að tala um Egil get ég ekki látið hjá líða að nefna, að í seinna svari hans við greinarstúfi mínum kom fram sjónarmið sem mér finnst ógeðfellt. Og ég held að við nánari skoðun sé hann mér sammála. En hann skrifar: „Ég held reyndar að Kristín sé vísvitandi að mikla þetta fyrir sér – embætti sérstaks saksóknara starfar tímabundið að rannsóknum á atburðum sem gerðust á stuttu tímabili. Þegar þeim er lokið verður væntanlega settur punktur við þessi mál – þá munum við vonandi eiga hér nothæfa stofnun sem rannsakar efnahagsbrot. Því hefur ekki áður verið til að dreifa.” Ég held að það sé misskilningur hjá Agli, að stjórnvöld hafi ætlað að gera þá sem verið er að rannsaka að tilraunadýrum. Slíkt get ég séð fyrir mér í Íran en ekki á Íslandi. Ég vil benda Agli á, að sakborningar í sakamálum eru lifandi fólk, sem telst saklaust uns sekt er sönnuð. En Egill er þess umkominn að kveða upp úr um sekt og segir í fyrri grein: „…þegar klíka manna stundar stórfelldar og kerfisbundnar falsanir og blekkingar til að komast yfir fjármagn annars fólks og setur heilt samfélag á hliðina – að þá eigi lögin ekki við. Það er dálítið langsótt kenning.“ Það hrína náttúrulega engin rök á þeim sem veit. Ég bæti því við, að mér finnst dónalegt, að tala um að ég sé vísvitandi að mikla hlutina fyrir mér. Af hverju ætti ég að gera það? Ég þykist vita, að Egill leyfi sér að draga þá ályktun vegna þess að ég vann hjá Baugi. Ég vek athygli Egils á að eitt sinn unnu yfir 60 þúsund manns hjá Baugi og tengdum fyrirtækjum. Finnst honum í lagi að gera okkur öllum upp skoðanir?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun