Landlæknir og PSA-mælingar Einar Benediktsson skrifar 27. febrúar 2012 11:00 Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. Getur það verið vegna vankunnáttu að lýst sé yfir að engin heilbrigðisyfirvöld hvetji menn að láta mæla hjá sér PSA? Viðkomandi bandarísk stofnun er the National Cancer Institute at the National Institute of Health í Washington. Þessi stofnun upplýsir að the U.S. Food and Drug Administration (FDA) hefur staðfest að PSA-mæling og þuklun sé notað til að hjálpa til við að greina blöðruhálskrabbamein í körlum 50 ára og eldri. („has approved the use of the PSA test along with digital rectal exam to help detect prostate cancer on men age 50 and older"). Ameríska tryggingarkerfið – Medicare – greiðir fyrir árlegt PSA próf allra karlmanna 50 ára og eldri. Athugun sem Harvard gerði 2005 leiddi í ljós að karlmenn sem láta gera PSA-próf árlega hafi þrisvar sinnum minni líkur að deyja úr krabbameini en þeir sem ekki gera það. Varðandi meðferðarúrræði má benda á spánnýja (febrúar 2012) bandaríska athugun frá Kibel et al. á 10 ára lífslíkum eftir skurðaðgerð, ytri geislun og innri geislun. Um er að ræða 10.429 sjúklinga á tveim sjúkrahúsum m.t.t. byrjunargilda PSA, Gleason og klínískrar stöðu. Fyrir þá 6.485 sem voru í skurðaðgerð ( radical prostatectomy of some type) voru 10 ára lífslíkur 88,9%, fyrir 2.264 sem fengu geislun ( some form of external beam radiation therapy – EBRT) var það 82,6% og fyrir 1.680 í innri geislun (brachytherapy) 81,7%. Væri ekki rétt að upplýsa fremur um þetta en aukaverkanir eins og ristruflanir og þvagleka? Svo vikið sé að minni reynslu, greindist ég með staðbundið BHKK haustið 2009 en hafði þá verið í árlegu eftirliti frá því 2000 með PSA blóðprófi, þreifingu, ómskoðun og sýnatöku. Um var lengi að ræða nokkuð hækkað PSA gildi og stækkun kirtilsins sem reyndist góðkynja. Haustið 2009 fór þetta úr böndunum og ég mældist með PSA 25 og Gleason greiningu 9. Talið er að mikil hætta sé á ferðum ef PSA er yfir 20 og Gleason yfir 8. Það sem ákveðið var fyrir mig var geislameðferð. Ég fékk sk IMRT High Dose geislun eða 76Gy eða 2Gy í hvert skipti og þýddi það 38 komur í tækin á Krabbameinadeild LSH. Þetta tók tæpt kortér í geislun og var ég lengst af þarna kl. 1.30 fimm virka daga vikunnar í apríl-júní 2010 og naut þar frábærrar aðhlynningar starfsliðs þessa erfiða sviðs. Tekið er á móti 40-50 krabbameinssjúklingum á dag í geislameðferðir. Frá byrjun og samhliða geisluninni var ég í hórmónahvarfsmeðferð með tveim lyfjum. Geislameðferðin er sársaukalaus en aukaverkanir voru aðallega þreyta og taugastrekkingur. PSA-ið fór í 2.5 í meðferðinni, varð 0.05 við lokin og var þar enn í ársbyrjun 2012. Er enn á mjög minnkuðum lyfjaskammti, reyndar með hliðarverkunum sem mér eru ekki til teljandi ama. Þetta gat með öðrum orðum ekki verið betra. Er þarna nokkurn lærdóm að draga í sambandi við forvarnir? Hér skal þá fullyrt það augljósa, að það er aðeins vegna reglulegra töku PSA gildanna að það er í tæka tíð hægt að hjálpa mér. Meinið var staðbundið í kirtlinum og þá eru ráð til að eyða því. Þannig á ég frábærum læknum og geislameðferðartæki LSH bókstaflega líf mitt að launa. Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur þegar illa fer. Við sem fórum í meðferð vegna BHKK, höfum víst margir einhverjar aukaverkanir. Hvað sjálfan mig snertir er það blátt áfram afkáralegt – absúrd – að spyrja hvorn kostinn ég hefði valið, að dragast upp í kvalafullum sjúkdómi eða að fá að lifa þótt með einhverjum aukaverkunum sé. Þetta er því að þakka að fylgst var með mér með PSA- mælingum. Landlæknir segir að ekki hafi verið sýnt með óyggjandi hætti að það bjargi mannslífum. Einmitt það, segi ég þá undrandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. Getur það verið vegna vankunnáttu að lýst sé yfir að engin heilbrigðisyfirvöld hvetji menn að láta mæla hjá sér PSA? Viðkomandi bandarísk stofnun er the National Cancer Institute at the National Institute of Health í Washington. Þessi stofnun upplýsir að the U.S. Food and Drug Administration (FDA) hefur staðfest að PSA-mæling og þuklun sé notað til að hjálpa til við að greina blöðruhálskrabbamein í körlum 50 ára og eldri. („has approved the use of the PSA test along with digital rectal exam to help detect prostate cancer on men age 50 and older"). Ameríska tryggingarkerfið – Medicare – greiðir fyrir árlegt PSA próf allra karlmanna 50 ára og eldri. Athugun sem Harvard gerði 2005 leiddi í ljós að karlmenn sem láta gera PSA-próf árlega hafi þrisvar sinnum minni líkur að deyja úr krabbameini en þeir sem ekki gera það. Varðandi meðferðarúrræði má benda á spánnýja (febrúar 2012) bandaríska athugun frá Kibel et al. á 10 ára lífslíkum eftir skurðaðgerð, ytri geislun og innri geislun. Um er að ræða 10.429 sjúklinga á tveim sjúkrahúsum m.t.t. byrjunargilda PSA, Gleason og klínískrar stöðu. Fyrir þá 6.485 sem voru í skurðaðgerð ( radical prostatectomy of some type) voru 10 ára lífslíkur 88,9%, fyrir 2.264 sem fengu geislun ( some form of external beam radiation therapy – EBRT) var það 82,6% og fyrir 1.680 í innri geislun (brachytherapy) 81,7%. Væri ekki rétt að upplýsa fremur um þetta en aukaverkanir eins og ristruflanir og þvagleka? Svo vikið sé að minni reynslu, greindist ég með staðbundið BHKK haustið 2009 en hafði þá verið í árlegu eftirliti frá því 2000 með PSA blóðprófi, þreifingu, ómskoðun og sýnatöku. Um var lengi að ræða nokkuð hækkað PSA gildi og stækkun kirtilsins sem reyndist góðkynja. Haustið 2009 fór þetta úr böndunum og ég mældist með PSA 25 og Gleason greiningu 9. Talið er að mikil hætta sé á ferðum ef PSA er yfir 20 og Gleason yfir 8. Það sem ákveðið var fyrir mig var geislameðferð. Ég fékk sk IMRT High Dose geislun eða 76Gy eða 2Gy í hvert skipti og þýddi það 38 komur í tækin á Krabbameinadeild LSH. Þetta tók tæpt kortér í geislun og var ég lengst af þarna kl. 1.30 fimm virka daga vikunnar í apríl-júní 2010 og naut þar frábærrar aðhlynningar starfsliðs þessa erfiða sviðs. Tekið er á móti 40-50 krabbameinssjúklingum á dag í geislameðferðir. Frá byrjun og samhliða geisluninni var ég í hórmónahvarfsmeðferð með tveim lyfjum. Geislameðferðin er sársaukalaus en aukaverkanir voru aðallega þreyta og taugastrekkingur. PSA-ið fór í 2.5 í meðferðinni, varð 0.05 við lokin og var þar enn í ársbyrjun 2012. Er enn á mjög minnkuðum lyfjaskammti, reyndar með hliðarverkunum sem mér eru ekki til teljandi ama. Þetta gat með öðrum orðum ekki verið betra. Er þarna nokkurn lærdóm að draga í sambandi við forvarnir? Hér skal þá fullyrt það augljósa, að það er aðeins vegna reglulegra töku PSA gildanna að það er í tæka tíð hægt að hjálpa mér. Meinið var staðbundið í kirtlinum og þá eru ráð til að eyða því. Þannig á ég frábærum læknum og geislameðferðartæki LSH bókstaflega líf mitt að launa. Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur þegar illa fer. Við sem fórum í meðferð vegna BHKK, höfum víst margir einhverjar aukaverkanir. Hvað sjálfan mig snertir er það blátt áfram afkáralegt – absúrd – að spyrja hvorn kostinn ég hefði valið, að dragast upp í kvalafullum sjúkdómi eða að fá að lifa þótt með einhverjum aukaverkunum sé. Þetta er því að þakka að fylgst var með mér með PSA- mælingum. Landlæknir segir að ekki hafi verið sýnt með óyggjandi hætti að það bjargi mannslífum. Einmitt það, segi ég þá undrandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar