Harmur kirkjunnar 5. mars 2012 07:00 Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir. Það vill stundum gleymast hversu stutt er síðan fyrsta konan var vígð til prests hér landi. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut vígslu árið 1974 og ruddi leiðina fyrir þann fjölda kvenna sem nú gegnir prestsembætti. Valdastöðurnar í þjóðkirkjunni endurspegla hins vegar ekki þessa staðreynd. Í þeim skilningi er kirkjan á sama stað og Alþingi var í upphafi níunda áratugarins. Til skamms tíma gat ekkert rofið samstöðu valdastéttarinnar og kirkjunnar. Nú hafa hins vegar vaknað vonir um nýja tíma. Konurnar sem árum saman knúðu dyra hafa fengið áheyrn, vonum seinna, hjá æðstu embættismönnum kirkjunnar. Bjartsýnismanneskja gæti leyft sér að vona að hlustun verði framvegis jafn mikilvæg og boðun hjá þjónum kirkjunnar. Kannski er samstaðan með valdinu víkjandi eftir allt saman? Því miður bendir ekki margt til þess. Á síðasta ári átti kirkjunnar fólk kost á því að kjósa séra Sigrúnu Óskarsdóttur til vígslubiskups í Skálholti. Konu og femínista, sem er framsækinn sóknarprestur í Reykjavík, málsvari réttinda samkynhneigðra innan kirkjunnar og merkisberi alls þess sem prýtt getur kirkju sem vill gegna samfélagslegu hlutverki sínu af alvöru og víðsýni. En kirkjunnar fólk skynjaði ekki sinn vitjunartíma. Biskupskjör stendur fyrir dyrum. Séra Sigríður Guðmarsdóttir er í framboði. Kona, femínisti og framsækinn prestur. Hvað gerir kirkjunnar fólk? Kýs það áframhaldandi varðstöðu með valdinu eða nýja tíma í aldagamalli stofnun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir. Það vill stundum gleymast hversu stutt er síðan fyrsta konan var vígð til prests hér landi. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut vígslu árið 1974 og ruddi leiðina fyrir þann fjölda kvenna sem nú gegnir prestsembætti. Valdastöðurnar í þjóðkirkjunni endurspegla hins vegar ekki þessa staðreynd. Í þeim skilningi er kirkjan á sama stað og Alþingi var í upphafi níunda áratugarins. Til skamms tíma gat ekkert rofið samstöðu valdastéttarinnar og kirkjunnar. Nú hafa hins vegar vaknað vonir um nýja tíma. Konurnar sem árum saman knúðu dyra hafa fengið áheyrn, vonum seinna, hjá æðstu embættismönnum kirkjunnar. Bjartsýnismanneskja gæti leyft sér að vona að hlustun verði framvegis jafn mikilvæg og boðun hjá þjónum kirkjunnar. Kannski er samstaðan með valdinu víkjandi eftir allt saman? Því miður bendir ekki margt til þess. Á síðasta ári átti kirkjunnar fólk kost á því að kjósa séra Sigrúnu Óskarsdóttur til vígslubiskups í Skálholti. Konu og femínista, sem er framsækinn sóknarprestur í Reykjavík, málsvari réttinda samkynhneigðra innan kirkjunnar og merkisberi alls þess sem prýtt getur kirkju sem vill gegna samfélagslegu hlutverki sínu af alvöru og víðsýni. En kirkjunnar fólk skynjaði ekki sinn vitjunartíma. Biskupskjör stendur fyrir dyrum. Séra Sigríður Guðmarsdóttir er í framboði. Kona, femínisti og framsækinn prestur. Hvað gerir kirkjunnar fólk? Kýs það áframhaldandi varðstöðu með valdinu eða nýja tíma í aldagamalli stofnun?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun